Hér á landi hafa verið gerðir allmargar rannsóknir á vægi þjónandi forystu á ýmsum vinnustöðum, félögum og stofnunum (alls um 2000 þátttakendur). Rannsóknarsamstarf við Erasmus háskólann í Hollandi hófst árið 2007 og niðurstöður hér á landi eru bornar saman við sambærilegar rannsóknir í Hollandi og víðar.
Í stuttu máli má segja að vægi þjónandi forystu á vinnstöðum hér á landi er í meðallagi eða yfir meðallagi. Niðurstöður sýna að því betra sem samband starfsfólks er við næsta yfirmann þeim mun líklegra er að starfsmanni gangi vel í vinnu, hafi góða starfsorku, hafi jákvætt viðhorf til vinnunnar og sé ánægður í starfi.
Uppbyggilegt viðhorf næsta yfirmanns, skýr sýn á tilgang starfanna og eflandi samskipti eru hér lykilþættir. Áhugi næsta yfirmanns á velferð starfsmannsins og tækifæri starfsfólks til að vaxa og dafna hafa sterkust tengsl við góðan árangur varðandi líðan og virkni á vinnustað. Sjá nánar um þessar rannsóknir á https://thjonandiforysta.is/rannsoknir/