Um fimmtíu þátttakendur voru á kynningarfundi um auðmýkt, hógværð og þjónandi forystu sem haldinn var í húsnæði UMFÍ að Sigtúni 42, fimmtudaginn 22. mars 2012.
Fjallað var um fræðilegar og sögulegar hliðar hugtakanna og varpað ljósi á þróun þeirra og gildi í samskiptum og menningu.
Rýnt var í skrif Robert K. Greenleaf um þjónandi forystu sem byggir á auðmýkt og styrk leiðtogans og birtist í því að leita hugmynda annarra og að gefa öðrum rými með orðum og athöfnum.
Kynntar voru niðurstöður nýrra rannsókna hér á landi sem sýna marktæk tengsl hógværrar framgöngu stjórnanda í heilbrigðisþjónustu, skólum og fyrirtækjum og starfsánægju þeirra sem njóta slíkrar forystu og stjórnunar.
Í samtali þátttakenda kom fram að þeir telja mikinn hag af forystu sem er þjónandi og einkennist af auðmýkt og hógværð leiðtogans. Fyrstu skrefin í átt að slíkum samskiptum er rýni í eigin viðhorf og aðferðir. Jafnframt er gagnlegt að nýta viðburði og daglegt líf sem tilefni til að rökræða og fræða hvert annað um gildi hógværðar og auðmýktar fyrir eigin hag og ekki síst fyrir hag annarra. Samskipti við börn og fyrirmyndir barna eru þarna grundvallaratriði.
Einn hópanna batt niðurstöður sínar í þessa vísu: Hógværðin er hjartans mál. / Henni skaltu flíka. / Auðmýkt sýndu, ekki tál. / Auðnu færðu ríka. / SS.
Samantekt á efni Lenu Rósar er hér.
Samantekt á efni Sigrúnar er hér.