Málþing 19. maí 2010 kl. 17:00 til 19:50 á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Þjónandi forysta: nýjar rannsóknir og reynsla af þjónandi forystu í daglegum störfum

Dagskrá:

17:00 – 18:10: Rannsóknir um þjónandi forystu.

Nýútskrifaðir meistarar og meistaranemar auk Dr. Sigrúnar Gunnarsdóttur við Háskóla Íslands kynna nýjar rannsóknir um þjónandi forystu og tengsl hennar við starfsánægju og gæði þjónustu hér á landi. Kynntar verða rannsóknir sem unnar eru með lífeindafræðingum, starfsfólki sjúkrahúsa, starfsfólki þjónustufyrirtækis, starfsfólki félagsþjónustu og erlendum konum sem þáðu mæðravernd hér á landi. Eftirtaldar kynna rannsóknir sínar: Alda M. Hauksdóttir (lífeindafræðingar), Birna G. Jónsdóttir (erlendar mæður), Erla Björk Sverrisdóttir (starfsfólk sjúkrahúsa), Sólveig Reynisdóttir (starfsfólk þjónustufyrirtækis) og Steingerður Kristjánsdóttir (starfsfólk félagsþjónustu).

18:10 – 19:00: Samtal í hópum um þjónandi forystu og kvöldverður.

19:00 – 19:50: Þjónandi forysta í daglegum störfum. Reynsla af  þjónandi forystu hér á landi í heilbrigðisþjónustunni og í starfi kirkjunnar. Sr. Lena Rós Matthíasdóttir, Grafarvogskirkju og Þórunn Benediktsdóttir hjúkrunarforstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fjalla um reynslu sína af þjónandi forystu í daglegum störfum.

Málþingið er opið öllum áhugasömum. Staðsetning: Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS), Keflavík, fundarsalur þriðju hæð  Þátttökugjald er kr. 1000, vegna kostnaðar við kvöldverð. Skráning hjá thjonandiforysta hja thjonandiforysta.is og hjá Keflavíkurkirkju fyrir kl. 14 miðvikudaginn 19. 5. Málþingið er haldið í fundarsal HSS á þriðju hæð.  Gengið er inn um aðalinnganginn og til vinstri og síðan til hægri að lyftu sem er tekin upp á þriðju hæð. Sjá kort á já.is