Skráning 2014
Ráðstefnurit Þekkingarseturs um þjónandi forystu:
Ráðstefnurit 2008. Ráðstefna haldin Skálholt í júní 2008, aðalfyrirlesarar voru James Autry og Kent M. Keith
Ráðdstefnurit 2010. Ráðstefna haldin Skálholt í mars 2010, aðalfyrirlesari var Kent M. Keith
Ráðstefnurit 2011. Ráðstefna haldin Skálholt í október 2011, aðalfyrirlesarar voru Dirk van Dierendonck og Kasper Edwalds
Ráðstefna á Bifröst 2014 – Þjónandi forysta: Samskipti og samfélagsleg ábyrgð
Hér er hlekkur á rit ráðstefnunnar 2014.
Fimmta ráðstefnan um þjónandi forystu haldin á Háskólanum á Bifröst 31. október 2014 – Þjónandi forysta: Samskipti og samfélagsleg ábyrgð. Kl. 10 til 16. Aðalfyrirlesari verður Gary Kent, þjónustustjóri hjá verkfræðifyrirtækinu Schneider Corporation í Bandaríkjunum (http://schneidercorp.com/) en fyrirtækið hefur hagnýtt hugmyndafræði þjónandi forystu síðastliðin 25 ár með góðum árangri. Ráðstefnustjóri: Sigurður Ragnarsson,
Dagskrá
Kl. 10 Tónlist og opnun ráðstefnun í Hriflu og þar á eftir eru fyrirlestrar.
Gary Kent, Integrated Services Director at The Schneider Corporation – Anyone could lead perfect people, – if there were any
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri – Þjónandi forysta: Reynslusaga af Suðurnesjum
Gunnar Svanlaugsson, formaður körfuknattleiksdeild Snæfells Stykkishólmi – Þjónandi forysta í félagsmálum
Kl. 11:55 Stuttar kynningar á nýjum íslenskum rannsóknum um þjónandi forystu hér á landi. Kynningarnar fara fram í tveimur sölum samtímis
Hrifla:
- Birna Dröfn Birgisdóttir, doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík – Mikilvægi þjónandi forystu fyrir sköpunargleði
- Heiða Björg Ingólfsdóttir, leikskólakennari Hulduheimum Akureyri – Upplifun leiðbeinenda í leikskóla af starfsumhverfi sínu
- Auður Pálsdóttir, lektor Menntavísindasvið Háskóla Íslands – Þjónandi forysta og sýn ungleiðtoga í æskulýðsstarfi
Vikrafell
- Hildur Haraldsdóttir, bókhalds- og innheimtufulltrúi Verkmenntaskólans á Akureyri – Viðhorf framhaldsskólakennara til samskipta og samvinnu
- Alda Margrét Hauksdóttir, yfirlífeindafræðingur KLH / Hjartavernd – Þjónandi forysta og starfsánægja lífeindafræðinga
- Steingerður Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkur – Viðhorf stjórnenda hjá ÍTR til stjórnunar og forystu
- Þóranna Rósa Ólafsdóttir, skólastýra við Varmárskóla Mosfellsbæ – Reynsla skólastjóra af vinnustaðkönnun Reykjavíkurborgar
Kl. 12:50 Hádegis hlé: Hádegisverður og samtal þátttakenda í hópum
Kl. 14:30 Fyrirlestrar á ný í Hriflu
Róbert Guðfinnsson, frumkvöðull og fjárfestir Siglufirði og Arizona –Er það sjálfgefið að hæft fólk vilji vinna með manni?
Sigurður Ragnarsson, sviðsstjóri viðskiptasviðs Háskólans á Bifröst – Þjónandi leiðtogi: Þræll eða þrælgóður leiðtogi?
Sigrún Gunnarsdóttir, Háskólanum á Bifröst og Þekkingarsetur um þjónandi forystu – Þjónandi forysta hjá Toyota og Thor Jensen
Óttarr Proppé, alþingismaður – Er rúm fyrir ást og umhyggju í stjórnmálum og opinberri umræðu?
Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst – Bifrestingar: Heimsborgarar og sveitamenn
Kl. 16:00 Ráðstefnulok
Þátttökugjald er kr. 16.500. Þau sem vilja staðfestingu vegna endurgreiðslu frá stéttarfélagi sendi skilaboð til jon hja saltverk.is
Sérkjör fyrir nemendur: 12.500 kr. ATH. Vinsamlega skráið í athugasemdadálkinn upplýsingar um nám og háskóla.
Greiðslan fer fram í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor (128 bita dulkóðun, sama og í heimabankanum).
Einnig er velkomið að greiða í gegnum netbanka: 331 26 4804, kt. 480411-2260 og senda um leið tilkynningu til jon (hjá) saltverk.is sem getur sent til baka staðfestingu á greiðslu. Fyrir sérstakar fyrirspurnir vinsamlega sendið skilaboð til jon (hjá) saltverk.is.
Áhugasömum er bent á Facebook-síðuna “Samferða á þjónandi forystu ráðstefnuna á Bifröst 31. október“.
Styrktaraðilar ráðstefnunnar 2014 eru Ölgerðin og Íslenska Gámafélagið.
English
Conference on Servant Leadership, Bifröst University, 31. October 2014. Keynote speaker: Gary Kent, Schneider Corporation í Bandaríkjunum http://schneidercorp.com/.
Hashtag: #ServantBifrost