„Þvingun“ í samskiptum á vinnustöðum

Servant-As-LeaderMeð orðinu „þvingun“ átti Robert Greenleaf fyrst og fremst við það að koma sínu til leiðar í krafti stöðu sinnar eða annars fyrirkomulags og reglna sem fólk neyddist til að beygja sig undir. Þar á meðal geta verið skipurit og stigveldi og afstaða undirmanna og yfirmanna til hvers annars í slíku kerfi. Starfsmaður gerir eins og honum er sagt vegna þess að hann er undirmaður sem hlýðir yfirmanni eða vegna þess að hann fær launahækkun, stöðuhækkun eða annan framgang eftir formlegu eða óformlegu fyrirkomulagi.

Greenleaf taldi að þvingun væri ekki bara siðferðilega óverjandi, heldur gerði hún í raun ekki annað en að efla andstöðu gegn sjálfri sér. Þvingun er ofbeldi sem kallar á ofbeldi. Jafnvel samviskusömustu starfsmenn eiga erfitt með að vinna undir kringumstæðum sem einkennast af virðingarleysi eða skorti á trausti.

Robert Greenleaf bendir á að þegar yfirmaður beitir þvingun, t.d. með því að taka einhliða ákvarðanir í krafti stöðu sinnar um mikilvæg mál án þess að leita skoðana starfsfólksins, sýnir hann vanvirðingu og rífur niður traust. Hann kann að koma sínu til leiðar í hverju einstöku tilviki en það verður sífellt erfiðara eftir því sem aðferðir hans rýra traust.

Heimildir:

Robert K. Greenleaf (1970). The Servant as Leaders.

Robert K. Greenleaf (1978). Leadership Crisis.

Servant-As-Leader