Þátttakendur á ráðstefnunni Þjónandi forysta, menntun, sköpun og samfélag í Listasafni Reykjavíkur voru mjög ánægðir með efni og skipulag ráðstefnunnar. Hér eru nokkur dæmi um orð þeirra:
- Takk fyrir mig, þetta var mjög áhugaverður og skemmtilegur dagur. Nú er bara að sökkva sér í lesefnið sem var keypt.
- Hjartans þakkir fyrir mig. Ég sofnaði glaður, fann fyrir þeirri góðu orku sem við sendum út í samfélagið.
- Til hamingju með þetta! Stórglæsilegt að koma inn í þéttsetinn salinn.
- Takk kærlega fyrir góða og skemmtilega ráðstefnu, hún vakti svo sannarlega áhuga minn á þessu efni.
- Þessi ráðstefna var að mínu mati ,,mega hittari”.
- Allir sem ég hef heyrt í eru alsælir með ráðstefnuna.
- Þetta var mjög áhugavert og virkilega góðir fyrirlestrar.
- Þetta var mjög vel heppnað og þau sem ég heyrði í eftirá eru mjög ánægð.
- Mér fannst Crippen alveg standa uppúr
- Takk fyrir frábæra ráðstefnu í síðustu viku. Mjög vel heppnuð með frábærum fyrirlesurum og frábæru efni. Það var margt sem ég tók með mér heim eftir daginn.
- Takk fyrir afar hvetjandi dag.
- Takk innilega fyrir mig, þetta var afskaplega góður dagur. Gaman að taka þátt í vegferð sem við vitum að þarf að vara út lífið, sum sé námskeið sem varar út lífið ef vel er haldið á spöðunum.
- Hlakka til að æfa mig í vinnunni og reyndar heima líka og fara svo að lesa meira.
- Hjaratans þakkir fyrir að fá að taka þátt í þessari góðu ráðstefnu og takk fyrir samveruna 🙂
- Það var mjög gaman að taka þátt í þessari skemmtilegu og áhugaverðu ráðstefnu á þennan hátt. Einstaklega vel heppnaður dagur sem ég hlakka til að vinna betur úr.
- Dagurinn var virkilega ánægjulegur og skemmtilegur. Takk fyrir að fá að taka þátt með þessum hætti.
- Takk fyrir mjög góðan dag, ráðstefnan heppnaðist vel.