Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir

Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir: Samskiptaboðorð þjónandi leiðtoga

Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir er höfundur Samskiptaboðorðanna. Á ráðstefnunni 14. júní nk. fjallar hún um samskiptaboðorð þjónandi leiðtoga og hvernig þau skapa samfélag virðingar, umhyggju og trúnaðar:

  • Hvert sem við förum og hvað sem við gerum er það vegna samskipta sem við náum markmiðum og komumst á áfangastað. Góðan árangur stofnana og uppbyggileg tengsl má rekja til eflandi samskipta. Með samskiptum er mögulegt að auka þekkingu, innsæi og skilning, koma á tengslum, rækta góð tengsl og byggja upp brotin tengsl. Samskipti auka skilning milli einstaklinga sem saman finna lausnir á flóknum verkefnum og uppgötva áhugaverða möguleika. Þjónandi leiðtogi hefur einlægan áhuga á högum samstarfsfólks og býr yfir framtíðarsýn, auðmýkt og sjálfsþekkingu sem hann grundvallar á lönguninni til að þjóna og með einbeittri hlustun á sjálfan sig og samferðafólk sitt.

Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir

Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir er hjúkrunarfræðingur og starfar við Heilsugæsluna í Glæsibæ sem skólahjúkrunarfræðingur Langholtsskóla og stundar jafnframt MSc nám í hjúkrunarstjórnun með áherslu á þjónandi forystu. Á ráðstefnunni í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu 14. júní nk. fjallar hún um árangur góðra samskipta í ljósi þjónandi forystu.

Ráðstefna 14. júní nk. um nýjar leiðir til að ná árangri með samstöðu og trausti.  Þjónandi forysta – menntun, sköpun og samfélag í Listsafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu 14. júní 2013.

Þátttökugjald er kr. 20.000. Skráning og nánari upplýsingar eru hér.