Margaret Wheatley

Margaret Wheatley: Stjórnandinn skapar bara vandamál með því að leika hetju

Margaret Wheatley er einstakur höfundur og fyrirlesari og á ráðstefnunni 14. júní nk. talar hún um Leadership in Turbulent Times: From Hero to Host.

Wheatley lýsir því hvernig leiðtogar skapa vandamál með því að leika hetjur. Of mikil stýring hindrar að aðrir leggi sig fram. Ef leiðtogi vill gera gagn á krefjandi tímum er eina leiðin að taka að sér nýtt hlutverk, –  að vera þjónn en ekki hetja.:

  • ,,Dr. Wheatley has been working for several years with leaders dealing with disruptions and crises on several continents. From those experiences, she notes that leaders only create more problems when they act as heroes, when they hold power close and fail to engage others in decision-making and planning. In fact, their attempts to deal with chaos through command and control approaches only create more chaos. To create personal and organizational responsiveness, to solve complex problems quickly and to create resiliency requires leaders to assume a new role, that of host, not hero. A leader-as-host establishes the conditions for staff to think well together, to resolve complex problems, to learn from experience and thus develop the capacity to respond intelligently and effectively in an environment of continuous change and frequent crises”.

Meg-Wheatley-600dpi

Margaret Wheatley er margverðlaunaður höfundur bóka sem hafa verið þýddar á fjölda tungumála. Hún hefur vakið sérstaka athygli fyrir byltingarkenndar hugmyndir sínar um stjórnun og hlutverk leiðtoga við að skapa árangur á vinnustöðum og í samfélögum.

Margaret Wheatley er aðalfyrirlesarin ráðstefnunnar í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu 14. júní nk. Skráning á ráðstefnuna er hér.

Frá hetjudáð til hógværðar – From Hero to Host – 14. júní 2013