Joseph J. Iarocci hefur verið ráðinn til starfa sem framkvæmdastjóri Greenleaf Center for Servant Leadership og tekur við starfinu 1. ágúst næstkomandi af Kent M Keith sem hefur leitt miðstöðina á farsælan og árangursríkan hátt síðastliðinn fimm ár. Kent er traustur bakhjarl Þekkingarsetur um þjónandi forystu hér á landi (Greenleaf Iceland) og var fyrirlesari á ráðstefnum og námskeiðum hér árin 2008 og 2010.
Joseph J. Iarocci hefur langa reynslu sem stjórnandi og leiðtogi og nú síðast sem framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækis á sviði nýsköpunar og framfara, Mission-Driven Partners og hefur setið í stjórnum fjölda félaga meðal annars Georgia Center for Nonprofits, Social Accountability International and Citizen Effect. Hann hefur prófgráður í lögum og guðfræði, er kennari og þekktur fyrirlesari um forystu, siðfræði og vanda sem tengist vaxandi fátækt í heiminum. Sjá nánar á heimasíðu Greenleaf Center for Servant Leadership