Kynningarfundur um þjónandi forystu 7. apríl 2011

Fimmtudaginn 7. apríl kl. 18 – 19:30 í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti, Mánasal, 2. hæð.

Framsöguerindi halda þau Gunnbjörg Óladóttir (samantekt á PDF) og Sigurður Ragnarsson (samantekt á PDF). Eftir framsöguerindin verður umræða í hópum yfir súpu í matsal skólans.

Þátttökugjald kr. 700.- vegna kostnaðar við súpuna. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á heimasíðu þjónandi forystu fyrir kl. 17 miðvikudaginn 6. apríl nk. Fundurinn er öllum opinn.  Smellið hér til að skrá ykkur á fundinn.

Gunnbjörg Óladóttir er aðstoðarmaður forstjóra Brims hf. Gunnbjörg vinnur að doktorsritgerð við Edinborgarháskóla í trúarlífssálarfræði og er áhugamaður um þjónandi forystu. Sigurður Ragnarsson starfar við kennslu og fræðslu og kennir m.a. við Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Bifröst. Sérsvið Sigurðar eru leiðtogafræði, samningatækni og markaðsfræði.  Samhliða starfi stundar hann doktorsnám í leiðtogafræðum, við Háskóla Íslands, með sérstakri áherslu á siðferðilega- og þjónandi forystu.

Hér er hægt að ná í samantekt af erindunum á PDF:

Gunnbjörg Óladóttir – lykil atriði þjónandi forystu

Sigurður Ragnarsson – þjónandi forysta og siðferði