Greenleaf setur hér á landi.
Fyrr á árinu var undirritaður samningur við Greenleaf Center Indianapolis um stofnun Greenleaf seturs hér á landi (Greenleaf Center Iceland). Um er að ræða samstarfssamning um að kynna þjónandi forystu sem felur meðal annars felur í sér aðgang að efni sem gefið er út á vegum bandaríska setursins sem og samstarf um ráðstefnur, námskeið og þekkingarþróun um þjónandi forystu.
Í ljósi hins nýja samnings hefur verið sett á laggirnar nýtt skipulag starfsins hér á landi:
- Bakland skipað áhugafólki sem sótt hefur námskeið og málþing um þjónandi forystu hér undanfarin misseri. Í baklandinu er fjölbreyttur hópur víða að úr samfélaginu og er hlutverk þess að móta stefnu um megináherslur og verkefni til að kynna og efla þjónandi forystu hér á landi. Baklandið fundar nokkrum sinnum á ári.
- Framkvæmdateymi sem hrindir í framkvæmd verkefnum samkvæmt stefnu baklands hverju sinni. Framkvæmdateymið skipa Guðrún Hrefna Guðmundsóttir, skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti, Kristinn Ólason, rektor Skálholtsskóla og Sigrún Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og lektor Háskóla Íslands.
Fyrirspurnum, tillögum og ábendingum má beina til fyrirspurn@greenleaf.is