Viltu kynnast gagnsemi þjónandi forystu fyrir starfsánægju og hag fyrirtækja og hópa?
Nú á vormánuðum býður Þekkingarsetur um þjónandi forystu kynningarerindi um hugmyndafræði þjónandi forystu og hagnýtingu hennar í fyrirtækjum og hjá stofnunum. Erindin eru skipulögð fyrir vinnustaði eða aðra hópa.
Sagt verður frá hugmyndum Robert Greenleaf um þjónandi forystu og fjallað um nálgun annarra höfunda á hugmyndafræðinni. Meðal annars verður fjallað um samskipti og vald; auðmýkt og hugrekki; samfélagslega ábyrgð og þjónustu. Rætt verður um nokkrar fyrirmyndir um þjónandi forystu og sagt frá árangri sem fylgir hagnýtingu hugmyndafræðinnar varðandi árangur starfa og vellíðan starfsfólks.
Umsjón er í höndum Guðjóns Inga Guðjónssonar og Sigrúnar Gunnarsdóttur hjá Þekkingarsetri um þjónandi forystu.
Áhugasöm vinsamlega sendið skilaboð til Guðjóns Inga, gudjon@thjonandiforysta.is, sem veitir nánari upplýsingar.
Guðjón Ingi Guðjónsson er Mag.jur. í lögfræði og MSc í stjórnun og stefnumótun.
Sigrún Gunnarsdóttir er með doktorsgráðu í lýðheilsu með áherslu á starfsumhverfi og stjórnun.