Fjölsótt ráðstefna 14. júní 2013 um menntun, sköpun og samfélag

Ráðstefnan í Listasafni Reykjavíkur þann 14. júní 2013 var fjölsótt og gekk afar vel. Alls tóku þátt í ráðstefnunni um 240 einstaklingar víða að úr samfélaginu og tíu fyrirlesarar kynntu þjónandi forystu í ljósi rannsókna og reynslu um menntun, sköpun og samfélag.

Samtal þátttakenda í hádegishléi var líflegt og komu þar fram margar góðar hugmyndir og tillögur um þjónandi forystu hér á landi. Hugmyndir þátttakenda verða kynntar hér á síðunni á næstu dögum.

Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík hélt lokaerindið og fjallaði þar um þjónandi forystu í störfum sínum og í ljósi hugmyndafræði Bókarinnar um veginn.

IMG_8569