Dr. Margaret Wheatley sem er höfundur metsölubóka um stjórnun og forystu er aðalfyrirlesari á ráðstefnunni í Listasafni Reykjavíkur 14. júní nk. Dr. Margaret Wheatley sem er höfundur metsölubóka um stjórnun og forystu með áherslu á hugmyndafræði þjónandi forystu. Bækur hennar hafa verið þýddar á fjölda tungumála og fyrsta bók hennar, Leadership and the New Science, var fyrst gefin út árið 1992 og þótti brjóta blað í hugmyndafræði stjórnunar og valin besta stjórnunarbók ársins af fagtímaritum um stjórnun og forystu (Industry Week, CIO Magazine, Xerox Corporation). Dr. Margaret Wheatley lauk doktorsprófi í stjórnun og stefnumótun frá Harvard háskóla, var prófessor við Cambridge College Massachusetts og fleiri háskólum.
Hugmyndafræði Dr. Margaret Wheatley er þjónandi forysta og hefur hún starfað sem ráðgjafi stjórnvalda, stofnana, fyrirtækja og félaga í Norður- og Suður Ameríku, Asíu, Afríku og Evrópu (margaretwheatley.com) og er einn af stofnendum Berkana stofunarinnar (berkana.org) sem vinnur að mannúðarmálum og uppbyggingu samfélaga víða um heim. Á ráðstefnunni 14. júní nk. fjallar Dr. Wheatley um gildi auðmýktar og þjónandi forystu í stjórnun fyrirtækja, stofnana og í samfélaginu. Erindi Dr. Wheatley er fyrsta erindi ráðstefnunnar og ber heitið: From hero to host.
Auk Dr. Margaret Wheatley verða fjölmargir fyrirlesarar á ráðstefnunni, til dæmis Jón Gnarr borgarstjóri og Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka. Sjá dagskrá hér fyrir neðan.
Umræða um nýjar aðferðir í stjórnun sem byggja á auðmýkt og trausti er viðeigandi þegar fjölmargar kannanir og skýrslur kalla á endurskoðun vinnubragða í fyrirtækjum og stofnunum hér á landi. Rannsóknir sýna að aðferðir þjónandi forystu skila afburðaárangri varðandi starfshvatningu, ánægju starfsfólks, árangur og rekstur. Þess vegna á þjónandi forysta brýnt erindi á íslenska vinnustaði þar sem merki um þreytu eru meiri en áður var þekkt, framleiðni er minni er gengur og gerist, siðgæði er ábótavant og traust til æðstu stofnana er í sögulegu lágmarki.
Ráðstefnan um þjónandi forystu föstudaginn 14. júní nk. er einstakt tækifæri til að kynnast hugmyndum heimsþekkts fyrirlesara um árangursríkar aðferðir í stjórnun og hlýða á raddir sérfræðinga hérlendis og erlendis um farsælar aðferðir í stjórnun.
Dagskrá ráðstefnu um þjónandi forystu, Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, 14. júní 2013
8:30 Ráðstefnan sett
Dr. Margaret Wheatley. Leadership in Turbulent Times: From Hero to Host
10:15 Stutt hlé og kaffi
Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka. Þjónandi forysta í Íslandsbanka.
Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, skólahjúkrunarfræðingur og höfundur Samskiptaboðorðanna Samskiptaboðorð þjónandi leiðtoga
Tómas Guðbjartsson prófessor og hjarta- og lungnaskurðlæknir Landspítala. Menntun og rannsóknir ungs fólks – forsenda nýrrar þekkingar
11:45 Hádegisverður og samtal í hópum
13:15 Dr. Carolyn Crippen. Seven Pillars of Servant Leadership: An Action Plan
Sigrún Gunnarsdóttir, dósent við Háskóla Íslands. Rannsóknarverkefni hér á landi og samstarf við aðrar þjóðir
Þóra Hjörleifsdóttir, deildarstjóri við Síðuskóla Akureyri. Stjórna skólastjórar, í grunnskólum á Norðurlandi eystra, skólum sínum í anda þjónandi forystu?
Hulda Rafnsdóttir, hjúkrunarfræðingur og gæðastjóri á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Árangursrík stjórnun og forysta innan heilbrigðisþjónustunnar
15:00 Stutt hlé, kaffi, vatn og hreyfing í boði Halldóru Björnsdóttur
Charlotte Böving, leikkona og leikstjóri. Þjónandi forysta í leikhúsinu
Jón Gnarr, borgarstjóri. Kjötiðnaðarmaður, leigubílstjóri, leikari, borgarstjóri
16:00 Ráðstefnulok
Ráðstefnan um þjónandi forystu föstudaginn 14. júní nk. Skráning er hér.