Þjónandi forysta í heilbrigðisþjónustu. Starfsánægja og gæði þjónustu

Hulda Rafnsdóttir hjúkrunarfræðingur og gæðastjóri á Sjúkrahúsinu á Akureyri fjallar á ráðstefnunni 14. júní nk. um rannsóknir um viðhorf starfsfólks heilbrigðisþjónustu hér á landi til þjónandi forystu meðal stjórnenda. Einnig fjallar Hulda um tengsl þjónandi forystu við starfsánægju, einkenni um kulnun, starfstengda þætti og gæði þjónustu, t.d. á Sjúkrahúsinu á Akureyri:

  • Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingar um að þjónandi forysta er til staðar að nokkru leyti á hjúkrunarsviðum FSA og starfsfólk er almennt ánægt í vinnunni. Niðurstöður ofangreindra rannsókna styðja niðurstöður fyrri rannsókna um að þjónandi forysta efli stuðning við starfsfólk, sameiginlega ákvarðanatöku, gott vinnuumhverfi og upplýsingaflæði, sem síðan auki starfsánægju og hæfni starfsfólks til að stuðla að gæðum og öryggi í heilbrigðisþjónustunni.

Hulda-Nr-3

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hulda Rafnsdóttir er hjúkrunarfræðingur og gæðastjóri á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hulda var deildarstjóri á slysa- og bráðamóttöku og verkefnastjóri neyðarmóttöku Sjúkrahússins. Í dag situr Hulda í gæðaráði, atvikanefnd og siðanefnd sjúkrahússins.

Ráðstefna 14. júní nk. um nýjar leiðir til að ná árangri með samstöðu og trausti.

Þjónandi forysta – menntun, sköpun og samfélag í Listsafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu 14. júní 2013.

Þátttökugjald er kr. 20.000. Skráning og nánari upplýsingar eru hér.

Dagskra-Med-Fyrirlesurum-Nytt-Nytt

 

Sigrún Gunnarsdóttir dósent við Háskóla Íslands fjallar á ráðstefnunni 14. júní 2013 um rannsóknir um þjónandi forystu hér á landi og samstarf við aðrar þjóðir:

  • Almenn niðurstaða íslenskra rannsókna um þjónandi forystu sýnir að eflandi samskipti starfmanns við næsta yfirmann og auðmýkt stjórnandans hefur marktæk jákvæð áhrif á starfsánægju og starfsgetu þátttakenda. Niðurstöðurnar benda til þess að samskipti við næsta yfirmann sem fela í sér virka hlustun, stuðning, tækifæri til að njóta sín í starfi og að hafa áhrif á eigin verkefni, tengjast góðri líðan starfsmanna og efla getu þeirra til að vinna gott starf. Þessar niðurstöður gefa sterkar vísbendingar um að viðhorf og aðferðir þjónandi forystu sé árangursrík leið til að tryggja betri árangur fyrirtækja og stofnana og eigi ríkt erindi hér á landi.

SG-Anna-Gyda

Sigrún Gunnarsdóttir er dósent við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og í framkvæmdateymi Þekkingarseturs um þjónandi forsystu.

Ráðstefna 14. júní nk. um nýjar leiðir til að ná árangri með samstöðu og trausti.

Þjónandi forysta – menntun, sköpun og samfélag í Listsafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu 14. júní 2013.

Þátttökugjald er kr. 20.000. Skráning og nánari upplýsingar eru hér.