Hvaða aðferðir notar Íslandsbanki til að byggja upp traust og sýna bæði í orði og verki að þarfir viðskiptavinarins eru ávallt settar í fyrsta sætið? Una Steinsdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Íslandsbanka talar á ráðstefnunni 14. júní nk. um reynslu sína og kynni af þjónandi forystu og uppbyggingarstarfi Íslandsbanka:
- ,,Til að ná árangri í þjónustufyrirtæki sem Íslandsbanki er og að takast á við þá miklu áskorun að byggja upp traust, yrði að sýna bæði í orði og verki að þjónusta væri aðalatriðið og þarfir viðskiptavinarins væru ávallt settar í fyrsta sætið. Í stefnumótun bankans árið 2009 var ákveðið að framtíðarsýn yrði “Númer eitt í þjónustu”. Þessi framtíðarsýn á rætur í þeirri menningu sem einkennir bankann og stjórnendur og á einnig mikla samleið með markmiðum þjónandi forystu. En þetta er mikil áskorun og aðgreining á fjármálamarkaði er almennt erfið. Það sem gert er vel í dag, þurfum við að gera betur á morgun.“
Una Steinsdóttir er framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Íslandsbanka og mun í fyrirlestri sínum á ráðstefnuni 14. júní nk. segja frá reynslu sinni og kynnum af þjónandi forystu og hvernig Íslandsbanki fór af stað í stefnumótun sína, þar sem starfsfólkið sjálft, sem og viðskiptavinir mótuðu stefnuna, sem Íslandsbanki hefur byggt á í uppbyggingastarfi sínu frá hruni.
Ráðstefna 14. júní nk. um nýjar leiðir til að ná árangri með samstöðu og trausti. – Þjónandi forysta – menntun, sköpun og samfélag í Listsafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu 14. júní 2013.
Þátttökugjald er kr. 20.000. Skráning og nánari upplýsingar eru hér.