Hvaða fyrirlesarar tala á ráðstefnunni 14. júní 2013?

Þjónandi forysta – menntun, sköpun og samfélag. Ráðstefna í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu

Aðalfyrirlesararnir eru báðar þekktar á sviði þjónandi forystu. Ágrip erinda þeirra eru hér (pdf).

Dr. Margaret Wheatley:Leadership in Turbulent Times: From Hero to Host

Dr. Carolyn CrippenSeven Pillars of Servant Leadership: An Action Plan.

Auk aðalfyrirlesaranna fjalla íslenskir fyrirlesarar um þjónandi forystu í störfum sínum:

  • Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Íslandsbanka
  • Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, skólahjúkrunarfræðingur og höfundur Samskiptaboðorðanna
  • Tómas Guðbjartsson prófessor og hjartaskurðlæknir Landspítala
  • Þóra Hjörleifsdóttir, deildarstjóri við Síðuskóla Akureyri
  • Hulda Rafnsdóttir, hjúkrunarfræðingur og gæðastjóri á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
  • Charlotte Böving, leikkona og leikstjóri
  • Sigrún Gunnarsdóttir, dósent Háskóla Íslands
  • Jón Gnarr, borgarstjóri

Efni ráðstefnunnar er sérstaklega sniðið að áhuga þeirra sem vinna að menntun, þjónustu, sköpun og samfélagsmálum. Um er að ræða fjórðu ráðstefnuna á vegum Þekkingarseturs um þjónandi forystu sem starfar samkvæmt samningi við Greenleaf Center for Servant Leadership í Bandaríkjunum. Sérstök áhersla er á samtal þátttakenda á ráðstefnunni. Ráðstefnan hefst kl. 8:30 og lýkur kl. 16.

Skráning á ráðstefnuna

IMG_3551