Kent M. Keith með námskeið og fyrirlestur í mars 2010

Dr. Kent M. Keith er framkvæmdastjóri Greenleaf Center for Servant Leadership í Indianapolis í Bandaríkjunum. Hann hélt fyrirlestur á ráðstefnunni um þjónandi forystu 20. júní á síðasta ári. Vakti fyrirlestur hans mikla ánægju þátttakenda fyrir hrífandi framsögu og afburða framsetningu á hugmyndunum um þjónandi forystu.

Námskeið í Skálholti 5. – 7. mars 2010
Kent M. Keith heldur námskeið í Skálholti helgina 5. til 7. mars. Dagskrá og skráning á námskeiðið verður kynnt hér á næstu vikum.  Fyrirspurnir má senda í gegnum þetta form.

Opinber fyrirlestur 8. mars 2010
Mánudaginn 8. mars kl. 16 heldur Kent M. Keith opinberan fyrirlestur í Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn verður nánar auglýstur þegar nær dregur.

Sjá:
www.kentmkeith.com
www.paradoxicalcommandments.com
www.greenleaf.org