Dirk van Dierendonck er fulltrúi þeirra sem kynnt hafa þjónandi forystu í Evrópu og stýrir rannsóknum um efnið í Erasmus háskólanum í Hollandi. Árið 2009 setti hann fram greiningu á hugmyndafræði þjónandi forystu og byggir þar fyrst og fremst á ritum Robert Greenleaf en gerir um leið grein fyrir tengslunum við ýmsar leiðtogakenningar. Dierendonck bendir á að hugmyndin snýst um hag heildarinnar og þeirra sem tilheyra henni. Mikilvægar forsendur þjónandi forystu eru einkum tvær, þ.e. löngunin til að þjóna og hvatinn til að veita forystu og þetta tvennt tengist síðan persónulegum og menningarbundnum þáttum. Rannsóknir van Dierendonck sýna að afrakstur þjónandi forystu er einkum starfsandi sem byggir á valddreifingu og mannlegum samskiptum og árangurinn felst í uppbyggilegum samskiptum, starfsánægju, árangri í starfi og samfélagslegri ábyrgð.
Þekkingarsetur um þjónandi forystu hér á landi vinnur að rannsóknum um þjónandi forystu í samvinnu við Dr. Dirk van Dierendonck, sjá nánar hér á síðunni /Rannsóknir (til hægri á stika efst á síðu).
Stutt myndband um lykilatriði þjónandi forystu frá Dirk van Dierendonck
Samantekt á hugmyndum Dirk van Dierendonck um þjónandi forystu.
Einkenni þjónandi leiðtoga samkvæmt líkani Dirk van Dierendonck (2009; 2010) | ||
Þáttur | Inntak – Lýsing | |
1 | Efling Styrking starfsfólks Empowerment |
|
2 | Auðmýkt og hógværð Humility Standing back |
|
3 | Trúverðugleiki Falsleysi Authenticity |
|
4 | Gagnkvæmviðurkenning Taka við fólki Interpersonal acceptance |
|
5 | Samfélagsleg ábyrgð Ráðsmennska Stewardship |
|
6 | Skýr stefna Providing direction Courage Accountability |
|