Þjónandi forysta

  • Þekkingarsetur
  • Ráðstefnur hér á landi frá 2008
    • Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015
    • Ráðstefna á Bifröst 31. október 2014 – Dagskrá
    • Samstaða og árangur – Ráðstefna 14. júní 2013
  • Rannsóknir, greinar & bækur
    • Þjónandi forysta í hnotskurn
    • Í atvinnulífinu
    • Líkan Dirk van Dierendonck um þjónandi forystu
    • Íslenskar rannsóknir
  • Greenleaf Center USA
  • Hafa samband
  • English
You are here: Home / Bækur og ritrýndar íslenskar greinar / Ráðstefnur hér á landi frá 2008 / Líkan Dirk van Dierendonck um þjónandi forystu

Líkan Dirk van Dierendonck um þjónandi forystu

Dirk van Dierendonck er fulltrúi þeirra sem kynnt hafa þjónandi forystu í Evrópu og stýrir rannsóknum um efnið í Erasmus háskólanum í Hollandi. Árið 2009 setti hann fram greiningu á hugmyndafræði þjónandi forystu og byggir þar fyrst og fremst á ritum Robert Greenleaf en gerir um leið grein fyrir tengslunum við ýmsar leiðtogakenningar. Dierendonck bendir á að hugmyndin snýst um hag heildarinnar og þeirra sem tilheyra henni. Mikilvægar forsendur þjónandi forystu eru einkum tvær, þ.e. löngunin til að þjóna og hvatinn til að veita forystu og þetta tvennt tengist síðan persónulegum og menningarbundnum þáttum. Rannsóknir van Dierendonck sýna að afrakstur þjónandi forystu er einkum starfsandi sem byggir á valddreifingu og mannlegum samskiptum og árangurinn felst í uppbyggilegum samskiptum, starfsánægju, árangri í starfi og samfélagslegri ábyrgð.

Þekkingarsetur um þjónandi forystu hér á landi vinnur að rannsóknum um þjónandi forystu í samvinnu við Dr. Dirk van Dierendonck, sjá nánar hér á síðunni  /Rannsóknir (til hægri á stika efst á síðu).

Stutt myndband um lykilatriði þjónandi forystu frá Dirk van Dierendonck

 

Samantekt á hugmyndum Dirk van Dierendonck um þjónandi forystu.

Einkenni þjónandi leiðtoga samkvæmt líkani Dirk van Dierendonck (2009; 2010)
  Þáttur Inntak – Lýsing
1 Efling
Styrking starfsfólks
Empowerment
  • Hlusta á fólk af alúð
  • Ýta undir frumkvæði og sjálfsöryggi
  • Ýta undir nýbreytni
  • Hvetja fólk til að taka ákvarðanir í eigin efnum
  • Virða fólk; einstaklingsþroska og getu hvers og eins
  • Veita upplýsingar greiðlega
  • Hvetja fólk til að deila upplýsingum
2 Auðmýkt og hógværð
Humility
Standing back
  • Hógværð
  • Láta lítið fyrir sér fara, halda sér til hlés þegar hæfir
  • Sjá eigin afrek og hæfileika í réttu ljósi
  • Viðurkenna að geta notið góðs af sérfræðiþekkingu annarra
  • Leita eftir framlagi annarra
  • Setja hagsmuni annarra framar sínum
  • Auðvelda öðrum að standa sig
  • Veita nauðsynlegan stuðning
  • Sýna ábyrgð gagnvart þeim og því sem manni er treyst fyrir
3 Trúverðugleiki
Falsleysi
Authenticity
  • Tjá sig í samræmi við raunverulegar hugsanir og skoðanir
  • Halda sig við ákveðnar siðferðisreglur
  • Standa við orð sín
  • Vera sýnileg/ur innan stofnunarinnar, vinnustaðar
  • Vera heiðarleg/ur, opinn / berskjaldaður
  • Geta verið snortin/n af því sem gerist í kringum mann
  • Koma fram á eigin forsendum frekar en forsendum stöðunnar
4 Gagnkvæmviðurkenning
Taka við fólki
Interpersonal acceptance
  • Geta skilið tilfinningar, skoðanir og afstöðu annarra
  • Geta gleymt ósætti og forðast langrækni
  • Fyrirgefa þrátt fyrir misgerðir, skoðanamun eða mistök
  • Geta lært af mistökum og gagnrýni
  • Skapa andrúmsloft sem einkennist af trausti og hlýju
  • Skapa andrúmsloft þar sem fólki er tekið á eigin forsendum og má gera mistök án þess að því sé hafnað
5 Samfélagsleg ábyrgð
Ráðsmennska
Stewardship
  • Vilji til að þjóna frekar en að stjórna og sinna eigin hagsmunum
  • Vilji til að bera ábyrgð á stofnun í heild og gagnvart samfélaginu
  • Vera öðrum fyrirmynd
  • Örva aðra til að vinna að sameiginlegum hagsmunum
  • Ábyrgð gagnvart samfélagi, tryggð og hópvinnu
6 Skýr stefna
Providing direction
Courage
Accountability
  • Búa svo um að fólk veit til hvers er ætlast af þeim
  • Gera starf sveigjanlegt þannig að það henti hæfileikum, þörfum og framlagi starfsmanns
  • Mátuleg / hæfileg ábyrgð hjá hverjum og einum
  • Geta gert það sem gera þarf óháð viðhorfum annarra
  • Geta sagt hvað manni finnst þó það hafi óæskilegar afleiðingar

 

Deila þessu:

  • Tweet
  • Email
  • More
  • Print
  • Share on Tumblr
  • Pocket

Þjónandi forysta í hnotskurn

Í stuttu máli má lýsa þjónandi forystu sem samspili þriggja meginstoða sem allar eru innbyrðis tengdar og mynda eina heild:

1) Fyrsta stoðin er einlægur áhugi á hugmyndum og hagsmunum annarra sem birtist með einbeittri hlustun og aðgerðum sem efla aðra og aðstoða þá til að blómstra og að njóta sín.

2) Önnur stoðin er vitun og sjálfsþekking sem birtist í sjálfsöryggi, auðmýkt og hugrekki.

3) Þriðja stoðin er framsýni og skörp sýn á hugsjón sem birtist með sýn á tilgang og ábyrgðarskyldu.

Segja má að fyrstu tvær stoðirnar myndi þjónustuhluta þjónandi foyrstu og þriðja stoðin myndar forystuhlutann. Sjá nánari lýsingu hér.

Líkanið sem hér er lýst byggir á hugmyndum Robert K. Greenleaf sem upphafsmaður þjónandi forystu og birti fyrsta rit sitt um hugmyndina árið 1970 og segir þar m.a.: ,,Þjónandi leiðtogi er í fyrsta lagi þjónn. […] Það byrjar með eðlislægri tilfinningu um að vilja þjóna, að þjóna fyrst. Síðar leiðir meðvituð ákvörðun viðkomandi til forystu. Slíkur einstaklingur er ólíkur þeim sem er fyrst leiðtogi, líklega vegna takmarkaðrar löngunar til valda og efnislegra gæða. (Greenleaf, 1970/2008, 15). Sjá nánar hér.

Facebook

Þjónandi forysta

Rannsóknir um þjónandi forystu

Viðhorf starfsfólks í velferðarþjónustu til starfsumhverfis, forystu og stjórnunar

Eydís Ósk Sigurðardóttir hefur lokið rannsókn til MS gráðu við Háskólann á … [Lestu meira...]

  • Þjónandi forysta og starfsumhverfi starfsmanna í stjórnsýslu sveitarfélaga
  • Menningarhæfni, barneignarþjónusta og þjónandi forysta – Birna Gerður Jónsdóttir
  • Sjö þættir sem einkenna þjónandi leiðtoga

⇒ Fleiri greinar um rannsóknir

Fylgstu með okkur

  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube

Copyright © 2019 · News Pro Theme on Genesis Framework · WordPress · Log in

loading Cancel
Post was not sent - check your email addresses!
Email check failed, please try again
Sorry, your blog cannot share posts by email.