Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015
Sjötta ráðstefnan um þjónandi forystu verður haldin á Háskólanum á Bifröst föstudaginn 25. september 2015 kl. 10 – 15:30. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Þjónandi forysta og brautryðjendur.
Á ráðstefnunni munu fyrirlesarar og þátttakendur leita svara við spurningunni: ,,Hvernig getur þjónandi forysta verið drifkraftur brautryðjandans?”. Varpað verður t.d. ljósi á hvernig hógværð og auðmýkt leiðtogans eflir starfsgetu og starfsánægju starfsmannanna og að margt bendi til þess ,,að tími frekjuhundsins er líklega liðinn”.
Dagskrá:
10:00: Opnun ráðstefnu
10:10 – 10:50:
Dr. Carolyn Crippen, Victoria University, Kanada. Margaret Benedictsson 1866-1956: Pioneer & Social Activist
10:55 – 11:15:
Haraldur Líndal Pétursson, forstjóri Johan Rönning. (Ó)meðvituð þjónandi forystu innan Johan Rönning
11:20 – 11:40:
Kolfinna Jóhannesdóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar. Þjónandi forysta í stjórnun sveitarfélags
11:45 – 12:05:
Róbert Jack, heimspekingur. Þrjár persónur Platons og þroski þjónandi leiðtoga
12:10 – 13:40: Hlé og samtal í hópum
13:40 – 14:10:
Dr. Kasper Edwalds, DTU Kaupmannahöfn. The servant leadership of change – Successful change required leaders to stand back
14:15 – 14:35:
Hildur Eir Bolladóttir, prestur og rithöfundur Akureyri. Að finna merkingu og styrk í vanmætti sínum
14:35 – 14:55:
Einar Svansson, lektor Háskólanum á Bifröst. Skipulag og þjónandi forysta.
15:00 – 15:25:
Dr. Carolyn Crippen, Victoria University, Kanada. Begin with Listening
15:30: Ráðstefnuslit
Ráðstefnustjórar: Margrét Jónsdóttir Njarðvík og Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir.
Ráðstefnugjald kr. 24.900. Innifalið í þátttökugjaldi eru námsgögn, kaffiveitingar og hádegisverður.
https://www.facebook.com/groups/865975123516041/
Samstarfsaðilar:
Umsagnir þátttakenda á fyrri ráðstefnum og viðskiptavina Þekkingarseturs um þjónandi forystu:
Hvað er heillandi við þjónandi forystu? Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir meistaranemi í forystu og stjórnun lýsir reynslu sinni af þátttöku í ráðstefnu um þjónandi forystu.
Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu:
Allir opinberir starfsmenn eru þjónar almennings og það ber okkur sem störfum hjá hinu opinbera að hafa í huga í öllum okkar verkefnum. Það er auðvelt að fjarlægjast þetta grundvallarhlutverk í dagsins önn og því er mjög gott að geta leitað til Þekkingarseturs um þjónandi forystu til þess að minna sjálfan sig og samstarfsfólk sitt á mikilvægi þess að vera þjónandi en ekki síður á þá staðreynd að við gegnum ÖLL forystu bæði í starfi og einkalífi.
Bylgja Kærnested, hjúkrunardeildarstjóri, Hjartadeild 14-EG, Landspítala:
Það sem ég hef lært af lestri mínum og ráðstefnum um þjónandi forystu er að bestu leiðtogar eru þeir sem lýsa ljósinu á aðra, greiða götur þeirra og þeir fá að njóta sín. Ég hef það ávallt að leiðarljósi og líka það að taka sjálfan sig ekki of hátíðlega og koma fram við alla eins og ég vil að komið sé fram við mig. Ef ég væri ekki þjónandi leiðtogi þeirra sem vinna með mér og sjúklinga Landspítalans þá hefði ég litið að gera í því starfi sem ég er í dag. Þetta er það sem gerir daga mína í vinnunni gefandi og góða.
Anna Lilja Gunnarsdóttir, ráðuneytisstjóri, Velferðarráðuneyti:
Stjórnendur velferðarráðuneytisins óskuðu eftir sérstöku námskeiði í hugmyndafræði þjónandi forystu sem Sigrún Gunnarsdóttir hjá Þekkingarsetri um þjónandi forystu skipulagði og stýrði. Við erum mjög ánægð með námskeiðið og teljum að hugmyndafræði þjónandi forystu sé mjög góð og að sú þekking hafi eflt okkur sem stjórnendur. Einlægur áhugi á velferð annarra og vilji til að láta gott af sér leiða eins og kemur fram í hugmyndafræði þjónandi forystu er grundvallarþáttur okkar í velferðarráðuneytinu eins og kemur greinilega fram í gildum ráðneytisins sem eru virðing, fagmennska, framsýni og árangur.
Viðtal við Einar Svansson lektor um erindi hans á ráðstefnunni á Bifröst 25. september 2015.
Dr. Carolyn Crippen:
Hótel Bifröst býður ráðstefnugestum eftirfarandi:
- Skemmtiferð eftir ráðstefnuna í Surtshelli þar sem boðið verður uppá létta hressingu.
- Heimsókn í Borgfirsku bruggverksmiðjuna Steðja.
- 3ja rétta veislukvöldverður að kvöldi ráðstefnudags
- Gisting með morgunverði
- Ást og friður
Verð: 20.900 kr. per mann. Sjá nánar hér á heimasíðu Hótel Bifröst
Skráning á ráðstefnuna og greiðsla fer fram í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor (128 bita dulkóðun, sama og í heimabankanum). Einnig er velkomið að greiða í gegnum netbanka: 331 26 4804, kt. 480411-2260 og senda um leið tilkynningu til ritari@thjonandiforysta.is sem getur sent til baka staðfestingu á greiðslu. Fyrir sérstakar fyrirspurnir eða til að fá staðfestingu vegna endurgreiðslu frá stéttarfélagi vinsamlega sendið skilaboð til ritari@thjonandiforysta.is. Innifalið í þátttökugjaldi eru námsgögn, kaffiveitingar og hádegisverður.
Nemendagjald: kr. 12.500.
English
Conference on Servant Leadership, Bifröst University, 25th September 2015.
Hashtag: #ServantBifrost