Þjónandi forysta

  • Þekkingarsetur, viðburðir
    • Ráðstefnur hér á landi frá 2008
      • Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015
      • Ráðstefna á Bifröst 31. október 2014 – Dagskrá
      • Samstaða og árangur – Ráðstefna 14. júní 2013
  • Pistlar
  • Rannsóknir, greinar & bækur
    • Þjónandi forysta í hnotskurn
    • Í atvinnulífinu
    • Líkan Dirk van Dierendonck um þjónandi forystu
    • Íslenskar rannsóknir
  • Fréttabréf
  • Hafa samband
  • English
You are here: Home / Archives for Bifröst

Þjónandi forysta í félagsmálum – Erindi Gunnars Svanlaugssonar á ráðstefnunni á Bifröst 31. október

October 6, 2014 by Sigrún

Gunnar Svanlaugsson, formaður kkd. Snæfells Stykkishólmi mun fjalla um þjónandi forystu í félagsmálum á ráðstefnunni um þjónandi forystu á Bifröst 31. október nk. Erindinu Gunnars er lýst með þessum orðum:

Allir hafa skoðun á gæðum umhverfis síns, hvort sem litið er til samfélagsins í stóru eða smáu samhengi. Í fyrirlestri Gunnars verður fjallað um gæði samfélags og m.a. fjallað um ástæður þess hvar fólk velur að búa sér og fjölskyldu sinni heimili og hvort að tækifæri til þátttöku í félagsstörfum hafi þýðingu við slíka ákvarðanatöku einstaklinga og fjölskyldna. Að fenginni þeirri niðurstöðu að tækifæri til þátttöku í félagsstörfum auki gæði samfélags mun Gunnar fjalla um hvernig hver og einn þátttakandi í samfélagi hefur þau forréttindi að fá að móta nærsamfélag sitt í gegnum félagsstörf. Í því samhengi verður fjallað um hvernig hlúa megi betur að félagsstörfum með því að beita þjónandi forystu og hvernig virkja megi aðra til slíkrar þátttöku. Rakin verða dæmi þess hvernig hægt er að nýta áherslur þjónandi forystu í félagsstörfum og hvort og þá hvaða árangur náist með þjónandi forystu í slíkum störfum.

Gunnar Svanlaugsson er skólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi og hefur gegnt formennsku körfuknattleiksdeildar Umfélagsins Snæfells frá árinu 2009.

Gunnar Svanlaugsson

Gunnar Svanlaugsson

Filed Under: Bifröst, Ráðstefnur, Robert Greenleaf

Mikilvægi þjónandi forystu fyrir sköpunargleði – Erindi Birnu Drafnar Birgisdóttur á ráðstefnunni 31. október 2014

October 3, 2014 by Sigrún

Á ráðstefnunni um þjónandi forystu á Bifröst 31. október nk. mun Birna Dröfn Birgisdóttir fjalla um mikilvægi þjónandi forystu fyrir sköpunargleði. Erindi Birnu Drafnar byggir á rannsókn sem er hluti af doktorsnámi hennar við Háskólann í Reykjavík. Hún lýsir erindinu svo í stuttu máli:

Sköpunargleði hefur verið rannsökuð í yfir 60 ár og er talin mikilvægur þáttur fyrir samkeppnishæfni fyrirtækja. Skilgreining á sköpunargleði er bæði eitthvað nýtt og eitthvað nytsamlegt og rannsakendur lýsa henni sem hugsanamynstri sem hægt er að þjálfa með leiðsögn og æfingu. Ýmsir þættir geta haft áhrif á sköpunargleði og rannsóknir gefa til kynna að trú fólks á sinni eigin sköpun hefur mikil áhrif. Rannsóknir benda einnig til að yfirmenn geta haft mikil áhrif á hvort að starfsmenn nýti sköpunargleði sína í starfi. Þjónandi forysta er talin vera ein besta tegund forystu til að efla sköpunargleði þar sem leiðtoginn einbeitir sér að ná því besta fram hjá samstarfsfólki sínu. Samband sköpunargleði og þjónandi forystu hefur verið lítið rannsakað og er tilgangur rannsóknarinna að kanna þetta samband ásamt því að skoða áhrif annarra þátta í starfsumhverfinu. Þátttakendur voru starfsmenn á sjúkrahúsi (n=126) sem svörðu spurningalista um viðhorf til þjónandi forystu, sköpunargleði og starfsumhverfis. Niðurstöður sýna jákvætt marktækt samband á milli þjónandi forystu og sköpunargleði þar sem sambandið er sterkara þegar starfshlutverk hvers starfsmanns er skýrt. Niðurstöðurnar benda til þess að þjónandi forysta getur verið mikilvæg fyrir sköpunargleði starfsfólks og þar með árangur fyrirtækja og samkeppnishæfni þeirra.  

Birna Dröfn Birgisdóttir

Birna Dröfn Birgisdóttir

Birna Dröfn Birgisdóttir, er doktorsnemi við Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Meðhöfundar og leiðbeinendur eru: Sigrún Gunnarsdóttir, Viðskiptasviði, Háskólans á Bifröst og Marina Candi, Viðskiptadeild, Háskólans í Reykjavík.

Ráðstefna á Bifröst 31. október 2014 á vegum Háskólans á Bifröst og Þekkingarseturs um þjónandi forystu. Þjónandi forysta: Samskipti og samfélagsleg ábyrgð. Ráðstefnan hefst kl. 10 og lýkur kl. 16. Nánari upplýsingar og skráning er á heimasíðu Þjónandi forystu.

 

Filed Under: Bifröst, Greenleaf Center, Ráðstefnur, Robert Greenleaf

Hæfni í samskiptum er mikilvægasti eiginleiki hins þjónandi leiðtoga. Gary Kent á ráðstefnunni á Bifröst 31. október

September 30, 2014 by Sigrún

Gary Kent er aðalfyrirlesari á ráðstefnunni á Bifröst 31. október nk. og mun fjalla um þjónandi forystu í ljósi samskipta og samfélagslegrar ábyrgðar. Heiti fyrirlestursins er:  ,,Anyone could lead perfect people – if there were any” sem hann lýsir meðal annars með þessum orðum:

This quote from Robert Greenleaf’s seminal essay The Servant as Leader, captures the essence of leadership.  We live in an imperfect world filled with nothing but imperfect people, and in order to be effective leaders, we must be able to deal with those facts or we are – as Greenleaf said – ‘disqualified from leading.’ One of the most important characteristics of a leader is the ability to communicate.  We have often heard that leaders must be able to communicate their vision in such a way that those being lead will – simply on faith – sign up to follow those leaders ‘into the fog.’  But when it comes to servant leaders, the most important aspect of communication is the ability to listen.  And this means far more than simply listening to individuals; it means having the extraordinary ability to listen to the heartbeat of an organization.

Only when we are able to listen to what is going on in our organizations, can we practice that seemingly ignored yet very important aspect of servant leadership – which is to act on what we hear, to the benefit of our organizations and their employees.  Until leaders do that, they cannot truly and legitimately take up the mantle of accepting responsibility for the well-being of those they lead.  Otherwise they are ‘leaders’ in name only – most likely self-proclaimed – and in fact not really leaders at all. All of this must take place in the context of an imperfect world and with those less-than-perfect people (including ourselves) who may question or even try to undermine the best of efforts. The mark of a true servant leader is to be so self-aware that such hurdles – including, most importantly, the self-imposed ones – can be recognized and overcome. 

Gary Kent er þjónustustjóri hjá Schneider Corporation en fyrirtækið hefur nýtt þjónandi forystu með góðum árangri síðastliðin 25 ár. Gary Kent kom hingað til lands árið 2008 og talaði þá á fyrstu ráðstefnunni hér á landi um þjónandi forystu.

Fimmta ráðstefnan um þjónandi forystu á Bifröst 31. október 2014 á vegum Þekkingarseturs um þjónandi forystu og Háskólans á Bifröst. Þjónandi forysta: Samskipti og samfélagsleg ábyrgð. Skráning á ráðstefnuna er hér.

Gary Kent

Gary Kent

 

Gary Kent (fyrir miðju) ásamst Kent Keith og James Autry á ráðstefnu um þjónandi forystu 20. júní 2008

Gary Kent (fyrir miðju) ásamst Kent Keith og James Autry á ráðstefnu um þjónandi forystu 20. júní 2008

Filed Under: Bifröst, Gary Kent, Ráðstefnur, Robert Greenleaf

Ráðstefna á Bifröst 31. október 2014 – Áhugaverðir fyrirlesarar

September 19, 2014 by Sigrún

Auk Gary Kent aðalfyrirlesara ráðstefnunnar munu einstaklingar úr atvinnulífinu segja frá reynslu sinni af þjónandi forystu:

  • Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri Reykjavík
  • Róbert Guðfinnsson, frumkvöðull og fjárfestir, Siglufirði og Arizona
  • Gunnar Svanlaugsson, form. kkd. Snæfells, Stykkishólmi
  • Vilhjálmur Egilsson, rektor, Háskólanum á Bifröst
  • Sigurður Ragnarsson, sviðsstjóri viðskiptasviðs, Háskólanum á Bifröst
  • Sigrún Gunnarsdóttir, dósent, Háskólanum á Bifröst
  • Óttarr Proppé, alþingismaður og tónlistarmaður, Reykjavík

Einnig gerður sagt frá nýjum rannsóknum um þjónandi forystu hér á landi og eru höfundar þeirra: 

  • Alda Margrét Hauksdóttir, yfirlífeindafræðingur KLH / Hjartavernd, Reykjavík
  • Auður Pálsdóttir, aðjúnkt, Háskóla Íslands
  • Birna Dröfn Birgisdóttir, doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík
  • Heiða Björg Ingólfsdóttir, leikskólakennari
  • Hildur Haraldsdóttir, bókhalds- og innheimtufulltrúi Verkmenntaskólans á Akureyri
  • Steingerður Kristjánsdóttir, verkefnisstjóri á skóla- og frístundasviði hjá Reykjavíkurborg
  • Þóranna Rósa Ólafsdóttir, skólastjóri Varmárskóla, Mosfellsbæ

Háskólinn á Bifröst og Þekkingarsetur um þjónandi forystu halda ráðstefnuna sem fer fram á Bifröst föstudaginn 31. október 2014. kl. 10 – 16. Aðalfyrirlesari er Gary Kent, þjónustustjóri hjá Schneider Corporation sem hefur nýtt þjónandi forystu í skipulagi og stjórnun fyrirtækisins undanfarin 25 ár. Erindi hans hefur yfirskriftina: ,,Anyone could lead perfect people, – if there were any”.

Skráning á ráðstefnuna er opin hér.

Fuglarnir (Þjónandi forysta branding)

Þjónandi forysta branding

Filed Under: Bifröst, Ráðstefnur

Samstarf við Háskólann á Bifröst – Ráðstefna 31. október 2014

September 3, 2014 by Sigrún

Viðskiptasvið Háskólans á Bifröst og Þekkingarsetur um þjónandi hafa ákveðið að hefja samstarf með það að markmiði að efla starf beggja aðila. Í tilefni af þessu samstarfi verður haldin ráðstefna þann 31.október þar sem Gary Kent þjónustustjóri hjá Schneider Corporation í Bandaríkjunum verður aðalfyrirlesari.

Samstarfið verður á breiðum grunni og nær til kennslu, rannsókna og ýmissa verkefna t.d. funda og ráðstefna. Háskólinn á Bifröst mun sem dæmi nýta sér kenningar um þjónandi forystu í kennslu í nýju meistaranámi sem ber heitið MS í forystu og stjórnun sem hlaut fádæma viðtökur en yfir 60 nemendur hófu það nám núna á haustönn. Eitt lykilatriði í samstarfinu verður að vinna saman að framþróun á þekkingu og færni á sviði þjónandi forystu. Annar mikilvægur hluti af samstarfinu er að skiptast á þekkingu og reynslu og t.a.m. verður Háskólinn á Bifröst hluti af stóru þekkingar, reynslu- og tengslaneti baklands Þekkingarsetursins. Að sama skapi verður Þekkingarsetrið virkur þátttakandi í starfi Háksólans á Bifröst. Sjá nánari umfjöllun á vef Háskólans á Bifröst.

 

Filed Under: Bifröst, Ráðstefnur

  • « Previous Page
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4

Fylgstu með okkur

  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube

Þjónandi forysta í hnotskurn

Í stuttu máli má lýsa þjónandi forystu sem samspili þriggja meginstoða sem allar eru innbyrðis tengdar og mynda eina heild:

1) Fyrsta stoðin er einlægur áhugi á hugmyndum og hagsmunum annarra sem birtist með einbeittri hlustun og aðgerðum sem efla aðra og aðstoða þá til að blómstra og að njóta sín.

2) Önnur stoðin er vitun og sjálfsþekking sem birtist í sjálfsöryggi, auðmýkt og hugrekki.

3) Þriðja stoðin er framsýni og skörp sýn á hugsjón sem birtist með sýn á tilgang og ábyrgðarskyldu.

Segja má að fyrstu tvær stoðirnar myndi þjónustuhluta þjónandi foyrstu og þriðja stoðin myndar forystuhlutann. Sjá nánari lýsingu hér.

Líkanið sem hér er lýst byggir á hugmyndum Robert K. Greenleaf sem upphafsmaður þjónandi forystu og birti fyrsta rit sitt um hugmyndina árið 1970 og segir þar m.a.: ,,Þjónandi leiðtogi er í fyrsta lagi þjónn. […] Það byrjar með eðlislægri tilfinningu um að vilja þjóna, að þjóna fyrst. Síðar leiðir meðvituð ákvörðun viðkomandi til forystu. Slíkur einstaklingur er ólíkur þeim sem er fyrst leiðtogi, líklega vegna takmarkaðrar löngunar til valda og efnislegra gæða. (Greenleaf, 1970/2008, 15). Sjá nánar hér.

Copyright © 2022 · News Pro Theme on Genesis Framework · WordPress · Log in

 

Loading Comments...