Þjónandi forysta

  • Þekkingarsetur, viðburðir
    • Ráðstefnur hér á landi frá 2008
      • Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015
      • Ráðstefna á Bifröst 31. október 2014 – Dagskrá
      • Samstaða og árangur – Ráðstefna 14. júní 2013
  • Pistlar
  • Rannsóknir, greinar & bækur
    • Þjónandi forysta í hnotskurn
    • Í atvinnulífinu
    • Líkan Dirk van Dierendonck um þjónandi forystu
    • Íslenskar rannsóknir
  • Fréttabréf
  • Hafa samband
  • English
You are here: Home / Archives for Þjónandi leiðtogi

Áhugi á öðrum umfram áhuga á eigin afrekum og hagsmunum

June 26, 2018 by Sigrún

Þjónandi leiðtogi þjónar öðrum fremur en að þjóna sjálfum sér og eigin hagsmunum. Þjónandi forysta er hugmyndafræði samskipta, stjórnunar og forystu þar sem áhugi á öðrum er framar áherslum á eigin afrek og hagsmuni.

Áhugi þjónandi leiðtoga endurspeglast í forgangsröðun og kemur oft mjög vel fram í orðalagi og áherslum. Í hnotskurn má segja að þjónandi forysta:

  1. Snúist um hugarfar og færni þar sem áhugi á öðrum er grundvallaratriði.
  2. Einkennist af samspili stefnufestu og færni til að mæta þörfum annarra.
  3. Byggir á framtíðarsýn og skýrum tilgangi starfa.
  4. Laðar fram ábyrgðarskyldu allra.
  5. Byggir á ígrundun og sjálfsþekkingu leiðtogans.
  6. Skapar jafnvægi aga og umhyggju; öryggis og auðmýktar.
  7. Er ólík öðrum aðferðum forystu og stjórnunar þar sem athygli beinist fyrst að starfsfólkinu.
  8. Færni í hlustun er hornsteinn samskipta.
  9. Leggur grunn að árangri fyrir starfsfólk, skjólstæðinga, teymi og skipulagsheildina alla.
  10. Grundvallast á því að þjónn verður leiðtogi í öllum störfum.

Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta ber greinilega mörg einkenni þjónandi leiðtoga. Áherslur Arons Einars í takt við þjónandi forystu komu skýrt fram í orðum hans eftir leik liðsins við Króatíu 26.6.2018:

,,Þetta er ekki allt spurning um mig.  Ég er gífurlega stoltur af strákunum”

Mynd: KSÍ

 

Filed Under: Aron Einar, Þjálfun, Ábyrgðarskylda, Íþróttir, Fótbolti, Framtíðarsýn, Hlustun, Knattspyrna, Landslið, Lars Tagged With: Aron Einar Gunnarsson, Þjónandi leiðtogi, Fótbolti

Fylgstu með okkur

  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube

Þjónandi forysta í hnotskurn

Í stuttu máli má lýsa þjónandi forystu sem samspili þriggja meginstoða sem allar eru innbyrðis tengdar og mynda eina heild:

1) Fyrsta stoðin er einlægur áhugi á hugmyndum og hagsmunum annarra sem birtist með einbeittri hlustun og aðgerðum sem efla aðra og aðstoða þá til að blómstra og að njóta sín.

2) Önnur stoðin er vitun og sjálfsþekking sem birtist í sjálfsöryggi, auðmýkt og hugrekki.

3) Þriðja stoðin er framsýni og skörp sýn á hugsjón sem birtist með sýn á tilgang og ábyrgðarskyldu.

Segja má að fyrstu tvær stoðirnar myndi þjónustuhluta þjónandi foyrstu og þriðja stoðin myndar forystuhlutann. Sjá nánari lýsingu hér.

Líkanið sem hér er lýst byggir á hugmyndum Robert K. Greenleaf sem upphafsmaður þjónandi forystu og birti fyrsta rit sitt um hugmyndina árið 1970 og segir þar m.a.: ,,Þjónandi leiðtogi er í fyrsta lagi þjónn. […] Það byrjar með eðlislægri tilfinningu um að vilja þjóna, að þjóna fyrst. Síðar leiðir meðvituð ákvörðun viðkomandi til forystu. Slíkur einstaklingur er ólíkur þeim sem er fyrst leiðtogi, líklega vegna takmarkaðrar löngunar til valda og efnislegra gæða. (Greenleaf, 1970/2008, 15). Sjá nánar hér.

Copyright © 2023 · News Pro Theme on Genesis Framework · WordPress · Log in

 

Loading Comments...