Þjónandi forysta

  • Þekkingarsetur, viðburðir
    • Ráðstefnur hér á landi frá 2008
      • Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015
      • Ráðstefna á Bifröst 31. október 2014 – Dagskrá
      • Samstaða og árangur – Ráðstefna 14. júní 2013
  • Pistlar
  • Rannsóknir, greinar & bækur
    • Þjónandi forysta í hnotskurn
    • Í atvinnulífinu
    • Líkan Dirk van Dierendonck um þjónandi forystu
    • Íslenskar rannsóknir
  • Fréttabréf
  • Hafa samband
  • English
You are here: Home / Archives for #ServantBifrost

Þjónandi forysta í stjórnun sveitarfélags – Kolfinna Jóhannesdóttir, sveitarstjóri í Borgarbyggð á ráðstefnunni á Bifröst 25. september 2015

September 10, 2015 by Sigrún

Kolfinna Jóhannesdóttir, sveitarstjóri í Borgarbyggð er meðal fyrirlesara á ráðstefnunni á Bifröst 25. september 2015. Erindið sitt kallar hún: ,,Þjónandi forysta í stjórnun sveitarfélags” og lýsir inntaki þess með eftirfarandi orðum:

Í erindi mínu mun ég fjalla um gildi þjónandi forystu í stjórnun sveitarfélags. Mikilvægi þess að hlusta og bera umhyggju fyrir hagsmunum og velferð annarra framar eigin völdum. Þá mun ég fjalla um samspil þess að bera virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum án þess að missa sjónar á heildarmyndinni og framtíðarsýn fyrir samfélagið í heild. Ég mun fjalla um mikilvægi jafnvægislistarinnar í starfi mínu þar sem þarf að sýna umhyggju og sveigjanleika en jafnframt aga og reglufestu. Þá mun ég fjalla um mikilvægi þess fyrir leiðtoga að hafa skýra framtíðarsýn fyrir samfélagið sem heild og taka dæmi úr starfi mínu sem sveitarstjóri í Borgarbyggð.

Það verður áhugavert að hlýða á Kolfinnu lýsa viðhorfum sínum og innsýn í þjónandi forystu í ljósi viðfangsefna sveitarstjórans. Þar á meðal um framtíðarsýnina sem Robert K. Greenleaf leit á sem einn af allra mikilvægustu þáttunum í þjónandi forystu og bendir á að forskot leiðtogans felist ekki síst í því að hafa tilfinningu fyrir hinu ókomna, greina hvers má vænta, hafa forgöngu um hlutina og leiða fólk áfram. Sjá nánar í grein hér.

Kolfinna Jóhannesdóttir, sveitarstjóri Borgarbyggð

Kolfinna Jóhannesdóttir, sveitarstjóri Borgarbyggð

Bifrost

 

 

 

 

 

 

 

 

Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015

Skráning

Yfirskrift ráðstefnunnar er: Þjónandi forysta og brautryðjendur.

Á ráðstefnunni munu fyrirlesarar og þátttakendur leita svara við spurningunni: ,,Hvernig getur þjónandi forysta verið drifkraftur brautryðjandans?”.  Varpað verður t.d. ljósi á hvernig hógværð og auðmýkt leiðtogans eflir starfsgetu og starfsánægju starfsmannanna og að margt bendi til þess ,,að tími frekjuhundsins er líklega liðinn”.

Dagskrá:

kl. 10 –  Opnun ráðstefnu

  • Dr. Carolyn Crippen, Victoria University, Kanada
  • Haraldur Líndal Pétursson, forstjóri Johan Rönning
  • Kolfinna Jóhannesdóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar
  • Dr. Róbert Jack, heimspekingur

kl. 12 – Hádegishlé og samtal í hópum

  • Dr. Kasper Edwalds, DTU Kaupmannahöfn
  • Hildur Eir Bolladóttir, prestur Akureyri
  • Einar Svansson, lektor Háskólanum á Bifröst
  • Dr. Carolyn Crippen – ,,Begin with Listening”

kl. 15:30 – Lokaorð og ráðstefnuslit

Ráðstefnustjórar: Margrét Jónsdóttir Njarðvík og Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir.

Ráðstefnugjald kr. 24.900. Innifalið í þátttökugjaldi eru námsgögn, kaffiveitingar og hádegisverður.

Skráning á ráðstefnuna

Nemendagjald: kr. 12.500.  Sérkjör fyrir nemendur. Alls til sölu 50 nemendamiðar, fyrstir koma fyrstir fá.  ATH. Nemendur vinsamlega skrái í athugasemdadálkinn upplýsingar um nám og háskóla. Hér er hlekkur á sérkjör nemenda.

Nemendaskráning

Skráning á ráðstefnuna

Samferða á ráðstefnuna?

Hér er slóð á facebookhóp fyrir þá sem vilja semja um að verða samferða á ráðstefnuna.

cropped-thjonandi-forysta-260x90.jpg

Filed Under: Þjónandi forysta, Þjónandi leiðtogi, Bifröst, Brautryðjendur, Foresight, Framtíðarsýn, Fyrirlestrar, jafningi, Janingi, Ráðstefnur, Servant leader, Servant leadership, Valdar greinar Tagged With: #ServantBifrost, Kolfinna Jóhannesdóttir

Hafa þjónandi leiðtogar raunverulega áhrif?

August 28, 2014 by Guðjón Ingi Guðjónsson

Sú hugsun er lífseig að styrkur leiðtogans felist í getu hans til að fá starfsfólk til að gera það sem hann vill. Í besta falli sjáum við fyrir okkur snjalla leiðtoga sem finna hárréttu orðin og flytja eldræður sem kveikja eldmóð í brjósti starfsfólks svo það einhendir sér í verkefnin af krafti. Oftar en ekki er það hlutverk leiðtogans að finna eða kunna réttu leiðirnar og segja hinum hvað skuli gera. Þegar illa árar er hert á þessu hlutverki, völd forstjórans aukin og staða hans sem yfirmanns látin tala.

En hvaða gagn er þá af leiðtoga sem tekur fólk tali undir fjögur augu, leitar eftir skoðunum þess og ætlast til þess að það komist að niðurstöðu sjálft? Er hann þá ekki áhrifalaus og er hann í raun yfirmaður eða leiðtogi?

Sannfæring, eins og Greenleaf lýsir henni, er ekki bara samskiptaaðferð, ekki bara leið til að tala við fólk. Sannfæring er leið til að tjá virðingu og traust.  Sá sem kallar í einlægni eftir skoðunum fólks og hlustar raunverulega á það sem það hefur til málanna að leggja, frekar en að segja því í krafti stöðu sinnar hvað skuli gert og hvernig, sýnir fólki að hann treysti því og virðir. Fólki líður vel þegar því er treyst og hallast frekar að þeim sem sýna þeim virðingu. Í því felst áhrifamáttur sannfæringar og í henni felst áhrifamáttur hins þjónandi leiðtoga. Slík áhrif eru til langtíma.

Þjónandi forysta: Samskipti og samfélagsleg ábyrgð. Ráðstefna á Bifröst 31. október 2014.

Frá ráðstefnu um þjónandi forystu í júní 2014

Frá ráðstefnu um þjónandi forystu í júní 2014

Filed Under: Hugmyndafræðin, Ráðstefnur Tagged With: #ServantBifrost

Fylgstu með okkur

  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube

Þjónandi forysta í hnotskurn

Í stuttu máli má lýsa þjónandi forystu sem samspili þriggja meginstoða sem allar eru innbyrðis tengdar og mynda eina heild:

1) Fyrsta stoðin er einlægur áhugi á hugmyndum og hagsmunum annarra sem birtist með einbeittri hlustun og aðgerðum sem efla aðra og aðstoða þá til að blómstra og að njóta sín.

2) Önnur stoðin er vitun og sjálfsþekking sem birtist í sjálfsöryggi, auðmýkt og hugrekki.

3) Þriðja stoðin er framsýni og skörp sýn á hugsjón sem birtist með sýn á tilgang og ábyrgðarskyldu.

Segja má að fyrstu tvær stoðirnar myndi þjónustuhluta þjónandi foyrstu og þriðja stoðin myndar forystuhlutann. Sjá nánari lýsingu hér.

Líkanið sem hér er lýst byggir á hugmyndum Robert K. Greenleaf sem upphafsmaður þjónandi forystu og birti fyrsta rit sitt um hugmyndina árið 1970 og segir þar m.a.: ,,Þjónandi leiðtogi er í fyrsta lagi þjónn. […] Það byrjar með eðlislægri tilfinningu um að vilja þjóna, að þjóna fyrst. Síðar leiðir meðvituð ákvörðun viðkomandi til forystu. Slíkur einstaklingur er ólíkur þeim sem er fyrst leiðtogi, líklega vegna takmarkaðrar löngunar til valda og efnislegra gæða. (Greenleaf, 1970/2008, 15). Sjá nánar hér.

Copyright © 2022 · News Pro Theme on Genesis Framework · WordPress · Log in

 

Loading Comments...