Í fyrsta þættinum í Hlaðvarpi um þjónandi forystu er rætt um þjónandi forystu í starfi leiðsögumannsins. Gestur þáttarins er Ástvaldur Helgi Gylfason leiðsögumaður hjá Arcanum Fjallaleiðsögumönnum. Ástvaldur er líka í meistaranámi í forystu og stjórnun með áherslu á þjónandi forystu við Háskólann á Bifröst.
Ástvaldur fjallar um sýn sína á þjónandi forystu og hvernig hún nýtist í starfi leiðsögumannsins. Niðurstaða Ástvalds er að áhersla leiðsögumannsins er að veita forystu með þjónustu þar sem þörfum viðskiptavinanna er mætt um leið og markmið ferðarinnar eru alveg skýr og ábyrgð og öryggi eru grundvallaratriði.
Hlaðvarp um þjónandi forystu 19. maí 2020. Gestur: Ástvaldur Helgi Gylfason, leiðsögumaður og meistaranemi í þjónandi forystu við Háskólann á Bifröst. Umsjónarkona þáttarins er Sigrún Gunnarsdóttir hjá Þekkingarsetri um þjónandi forystu.