Þjónandi forysta

  • Þekkingarsetur, viðburðir
    • Ráðstefnur hér á landi frá 2008
      • Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 25. september 2015
      • Ráðstefna á Bifröst 31. október 2014 – Dagskrá
      • Samstaða og árangur – Ráðstefna 14. júní 2013
  • Pistlar
  • Rannsóknir, greinar & bækur
    • Þjónandi forysta í hnotskurn
    • Í atvinnulífinu
    • Líkan Dirk van Dierendonck um þjónandi forystu
    • Íslenskar rannsóknir
  • Fréttabréf
  • Hafa samband
  • English
You are here: Home / Óflokkað / Hlaðvarp um þjónandi forystu. ,,Leiðsögumaðurinn sem þjónandi leiðtogi” Viðtal við Ástvald Helga Gylfason

Hlaðvarp um þjónandi forystu. ,,Leiðsögumaðurinn sem þjónandi leiðtogi” Viðtal við Ástvald Helga Gylfason

May 19, 2020 by Sigrún

Í fyrsta þættinum í Hlaðvarpi um þjónandi forystu er rætt um þjónandi forystu í starfi leiðsögumannsins. Gestur þáttarins er Ástvaldur Helgi Gylfason leiðsögumaður hjá Arcanum Fjallaleiðsögumönnum. Ástvaldur er líka í meistaranámi í forystu og stjórnun með áherslu á þjónandi forystu við Háskólann á Bifröst.

Ástvaldur fjallar um sýn sína á þjónandi forystu og hvernig hún nýtist í starfi leiðsögumannsins. Niðurstaða Ástvalds er að áhersla leiðsögumannsins er að veita forystu með þjónustu þar sem þörfum viðskiptavinanna er mætt um leið og markmið ferðarinnar eru alveg skýr og ábyrgð og öryggi eru grundvallaratriði.

Hlaðvarp um þjónandi forystu 19. maí 2020. Gestur: Ástvaldur Helgi Gylfason, leiðsögumaður og meistaranemi í þjónandi forystu við Háskólann á Bifröst. Umsjónarkona þáttarins er Sigrún Gunnarsdóttir hjá Þekkingarsetri um þjónandi forystu.

Share this:

  • Facebook
  • Twitter
  • Email
  • More
  • Print
  • LinkedIn
  • Pinterest
  • Tumblr
  • Reddit
  • Pocket

Related

Filed Under: Óflokkað

Fylgstu með okkur

  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube

Þjónandi forysta í hnotskurn

Í stuttu máli má lýsa þjónandi forystu sem samspili þriggja meginstoða sem allar eru innbyrðis tengdar og mynda eina heild:

1) Fyrsta stoðin er einlægur áhugi á hugmyndum og hagsmunum annarra sem birtist með einbeittri hlustun og aðgerðum sem efla aðra og aðstoða þá til að blómstra og að njóta sín.

2) Önnur stoðin er vitun og sjálfsþekking sem birtist í sjálfsöryggi, auðmýkt og hugrekki.

3) Þriðja stoðin er framsýni og skörp sýn á hugsjón sem birtist með sýn á tilgang og ábyrgðarskyldu.

Segja má að fyrstu tvær stoðirnar myndi þjónustuhluta þjónandi foyrstu og þriðja stoðin myndar forystuhlutann. Sjá nánari lýsingu hér.

Líkanið sem hér er lýst byggir á hugmyndum Robert K. Greenleaf sem upphafsmaður þjónandi forystu og birti fyrsta rit sitt um hugmyndina árið 1970 og segir þar m.a.: ,,Þjónandi leiðtogi er í fyrsta lagi þjónn. […] Það byrjar með eðlislægri tilfinningu um að vilja þjóna, að þjóna fyrst. Síðar leiðir meðvituð ákvörðun viðkomandi til forystu. Slíkur einstaklingur er ólíkur þeim sem er fyrst leiðtogi, líklega vegna takmarkaðrar löngunar til valda og efnislegra gæða. (Greenleaf, 1970/2008, 15). Sjá nánar hér.

Copyright © 2023 · News Pro Theme on Genesis Framework · WordPress · Log in

 

Loading Comments...