Meistaranámið í forystu og stjórnun með áherslu á þjónandi forystu er hafið.

Meistaranámið í forystu og stjórnun með áherslu á þjónandi forystu við Háskólann á Bifröst hófst í dag þegar nemendur hittust á kynningardegi á Bifröst. Námið er mikilvægur áfangi þjónandi forystu hér á landi og felur í sér margs konar áhugaverð tækifæri fyrir nemendur og framþróun þjónandi forystu hér á landi.

Framundan er tveggja ára nám þar sem nemendur vinna með ýmsar hliðar forystu og stjórnunar og öðlast sérþekkingu á þjónandi forystu. Námið er einkum byggt á fjarkennslu og vinnuhelgum þar sem rætt er um námsefnið og áhugaverð viðfangsefni. Meðal gesta á vinnuhelgi í vetur er Dr. Don Frick sem er rithöfundur og sérfræðingur í þjónandi forystu og hefur meðal annars ritað ævisögu Robert K. Greenleaf, upphafsmanns þjónandi forystu.

Myndin var tekin á Bifröst í dag og sýnir nemendur nýju námslínunnar, Sigrúnu Gunnarsdóttur umsjónarkennara og Sigurð Ragnarsson forseta viðskiptafræðideildar.