Dr. Carolyn Crippen verður fyrirlesari á ráðstefnunni á Bifröst 25. september. Hún var hér einnig á ráðstefnu um þjónandi forystu í júní 2013 og voru ráðstefnugestir sérstaklega ánægðir með fyrirlestur hennar og frumlegar aðferðir til að ná til áheyrenda.
Carolyn er sérfræðingur á sviði þjónandi forystu og mjög skemmtilegur fyrirlesari. Hún er dósent við University of Victoria í Kanada og rannsóknir hennar fjalla meðal annars um þjónandi leiðtoga meðal frumkvöðla í Kanada. Nýlega birti hún t.d. rannsókn um þjónandi forystu í íþróttum.
Grein Carolyn Crippen um íþróttir og þjónandi forystu er hér á pdf formi.
Grein Carolyn Crippen um skólastjóra og þjónandi forystu er hér á pdf formi.
Doktorsritgerð Carolyn Crippen um brautryðjendur og þjónandi forystu er hér á pdf formi.
Heimasíða Carolyn Crippen við University of Victoria Canada
Dr. Carolyn Crippen, Associate Professor of Leadership Studies
Research Fellow, Centre for Youth and Society
Dept. of Educational Psychology & Leadership Studies
Faculty of Education
University of Victoria
Victoria, British Columbia