Kynningarfundur á Akureyri miðvikudag 25. apríl 2012 kl.16:30 – 18:00

Nýjar rannsóknir um þjónandi forystu hér á landi

Kynningarfundur um þjónandi forystu miðvikudaginn 25. apríl kl. 16:30 – 18:00 haldinn í Háskólanum á Akureyri, Sólborg stofu M201

Efni: Hugmyndafræði þjónandi forystu og nýjar rannsóknir um þjónandi forystu sem unnar eru til meistaraprófs af nemendum á Akureyri.

Samtal í lok fundar með kaffi og kleinu

Dagskrá:

  • Hugmyndafræði þjónandi forystu og starfið hér á landi – Sigrún Gunnarsdóttir, lektor við HÍ og starfsmaður Þekkingarseturs um þjónandi forystu
  • Stjórna skólastjórar, í grunnskólum á Norðurlandi eystra, skólum sínum í anda þjónandi forystu? Þóra Hjörleifsdóttir, íslenskukennari í Lundarskóla á Akureyri
  • Líðan sjúkraliða í starfi – hefur stjórnun áhrif? – Þóra Ákadóttir, starfsmannastjóri Sjúkrahússins á Akureyri
  • Þjónandi forysta og starfsumhverfið á hjúkrunarsviðum á sjúkrahúsinu á Akureyri – Hulda Rafnsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri og meistaranemi við heilbrigðisvísindasvið við Háskólann á Akureyri

Fundurinn er öllum opinn