MS námskeið um þjónandi forystu í Háskólanum á Akureyri í byrjun árs 2012

Í janúar nk. hefst MS námskeið um þjónandi forystu í Háskólanum á Akureyri. Um er að ræða námskeið til 10 ECTS og er kennt í fjórum lotum frá janúar til apríl 2012.

Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu þátttakanda á forystu, stjórnun og ígrundun innan heilbrigðisstofnana með sérstakri áherslu á þjónandi forystu.

Námskeiðið höfðar jafnframt til þeirra sem starfa utan heilbrigðisþjónustunnar og nemendur fá tækifæri til að sníða verkefni að eigin sérsviði.

Námskeiðið er þrískipt, þ.e. þjónandi forysta, stjórnun og forysta og ígrundun. Í námskeiðinu er byggt á samtali og virkri þátttöku nemenda. Fjallað verður um hugmyndafræði þjónandi forystu, rannsóknir á sviðinu og kynnt raunhæf dæmi um fyrirtæki og stofnanir sem nýta hugmyndafræðina.

Kynntar verða helstu kenningar í stjórnun og forystu með sérstakri áherslu á viðfangsefni heilbrigðisþjónustunnar. Hugmyndafræði ígrundunar verður kynnt og hvernig megi beita ígrundun til að styrkja sig í starfi stjórnanda og/eða leiðtoga. Áhersla er lögð á að kynna nýjar rannsóknir um forystu, stjórnun og ígrundun innan heilbrigðisþjónustunnar.

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Háskólans á Akureyri .