Nokkrir viðburðir á haustdögum

Leshópar
Leshópar
fara af stað aftur eftir sumarhlé. Þau sem hafa áhuga á að bætast í leshópa hafi samband við sigrun hjá thjonandiforysta.is.

Þýðing bókar Kent M. Keith, The case for servant leadership (2008)
Gunnbjörg Óladóttir vinnur að þýðingu bókarinnar. Sýnishorn af þýðingu kafla nr. 3 og nr. 4 má sjá hér. Þau sem hafa áhuga á að fá senda til sín bókarkaflana í íslenskri þýðingu geta sent skilaboð þar um til sigrun hjá thjonandiforysta.is.

Þjóðkirkjan og lýðræðið
Dagana 23.-24. ágúst s.l. fór fram ráðstefnan Þjóðkirkjan og lýðræðið. Meðal umræðuefna var þjónandi forysta, t.d. í erindi Skúla Ólafssonar Hvers konar leiðtogar? Þjóðkirkjan og þjónandi forysta.

Námskeið fyrir presta í Skálholti
Dagana 4.-5. október næstkomandi verður boðið upp á námskeið fyrir presta um þjónandi forystu. Upplýsingar um dagskrá og skráningu má sjá á vef Skálholts.

Námskeið fyrir hjúkrunarfræðinga
Unnið er að undirbúningi kynningar og  námskeiðs fyrir hjúkrunarfræðinga um þjónandi forystu.  Áhugasöm vinsamlega hafið samband við sigrun hjá thjonandiforysta.is.