Greinar

  • Forvarnir kulnunar í starfi og heilsueflandi þjónandi forysta

    Forvarnir kulnunar í starfi og heilsueflandi þjónandi forysta

    Vanlíðan í starfi er vaxandi vandi á vinnustöðum og mikilvægt er að leiðtogar og starfsmenn séu meðvitaðir um og beini sjónum að heilbrigðu starfsumhverfi og viðurkenndum áhrifaþáttum á vinnustað sem geta eflt vellíðan og dregið úr líkum á kulnun í starfi. Þekking okkar um heilbrigt starfsumhverfi byggist á rannsóknum ýmissa frumkvöðla sem vörpuðu ljósi á…

    Lesa meira →


  • Þjónn fólksins

    Þjónn fólksins

    Volodymyr Zelensky forseti Ukraínu hefur stigið fram sem áhrifamikill leiðtogi sem hefur sameinað þjóð sína og uppörvað hana á örlagaríkum tímum innrásar í landið. Zelenskyy hefur ekki síst vakið athygli fyrir að koma fram sem jafningi fólksins og hefur bókstaflega stigið fram sem leiðtogi sem er fremstur meðal jafningja. Framganga Zelensky á tímum innrásarinnar í…

    Lesa meira →


  • Fjölbreytileiki, inngilding og þjónandi forysta

    Fjölbreytileiki, inngilding og þjónandi forysta

    Sannur áhugi á öðrum er leiðarstef þjónandi forystu og snýst um að laða fram hugmyndir, krafta og virkni hvers og eins til að vinna að sameiginlegum tilgangi og markmiðum. Hlutverk leiðtogans er að gefa öllum tækifæri til þátttöku og í raun tækifæri til forystu eftir því sem þekking, reynsla og aðstæður gefa tilefni til. Talað…

    Lesa meira →


  • Þjónn verður leiðtogi – Grunnrit um þjónandi forystu

    Þjónn verður leiðtogi – Grunnrit um þjónandi forystu

    Árið 2018 kom út íslensk þýðing fyrsta rits Robert K. Greenleaf um þjónandi forystu: Þjónn verður leiðtogi.  Ritið var fyrst gefið út árið 1970 og hefur verið þýtt á fjölda tungumála. Í ritinu fjallar Greenleaf um meginþætti hugmyndar sinnar um þjónandi forystu meðal annars um hlutverk leiðtogans að setja markmið sem vísar til þess að…

    Lesa meira →


  • Aðalfundur fimmtudaginn 25/2 kl. 16:30, netfundur

    Aðalfundur fimmtudaginn 25/2 kl. 16:30, netfundur

    Minnt er á aðalfund Þekkingarseturs um þjónandi forystu haldinn á vefnum fimmtudaginn 25. febrúar nk. kl. 16:30.  Samanber aðalfundarboð í fréttabréfi sent 8. febrúar sl. Á fundinum verða venjuleg aðalfundarstörf. Fundurinn er opinn öllum áhugasömum sem eru vinsamlega beðnir um að senda skilaboð til thjonandiforysta hja thjonandiforysta.is og slóð á fundinn verður send til baka. Fréttabréf Þekkingarseturs um þjónandi forystu…

    Lesa meira →


  • Að sýna ákveðna umhyggju og aga í verki. Helgi Hrafn Halldórsson um meistaranámið í þjónandi forystu

    Að sýna ákveðna umhyggju og aga í verki. Helgi Hrafn Halldórsson um meistaranámið í þjónandi forystu

    Helgi Hrafn Halldórsson er með BSc í tölvunarfræði frá Háskólanum á Akureyri 2006 og byrjaði í meistaranámi í þjónandi forystu haustið 2019. Hann valdi námið til að efla sig sem leiðtoga og finnst þjónandi forysta eiga vel við starfsumhverfi hans sem stjórnandi og ráðgjafi í viðskiptagreind hjá fyrirtækinu Expectus. Vinur hans hafði mælt með náminu…

    Lesa meira →


  • ,, Það er einstakt að geta tengt fræðin strax við vinnuna” Ingibjörg Ósk Erlendsdóttir um meistaranám í þjónandi forystu

    ,, Það er einstakt að geta tengt fræðin strax við vinnuna”  Ingibjörg Ósk Erlendsdóttir um meistaranám í þjónandi forystu

    Haustið 2019 hóf hópur nemenda meistaranám í þjónandi forystu við Háskólann á Bifröst. Ein í þessum hópi er Ingibjörg Ósk Erlendsdóttir sem hafði haft áhuga á þjónandi forystu í nokkur ár, fannst hugmyndin áhugaverð og lýsir aðdraganda þess að hún fór í námið: ,,Ég heyrði fyrst af þjónandi forystur þegar ég sat fyrirlestur hjá Sigrúnu…

    Lesa meira →


  • ,,Áhugaverð fræði sem hafa mikla tengingu við nútímann“ –Meistaranámið í þjónandi forystu

    ,,Áhugaverð fræði sem hafa mikla tengingu við nútímann“ –Meistaranámið í  þjónandi forystu

    Síðastliðið haust varð að veruleika langþráður draumur um þjónandi forystu um sérhæft meistaranám í þjónandi forystu við Háskólann á Bifröst í samvinnu við Þekkingarsetur um þjónandi foyrstu. Þjónandi forysta hefur verið kennd við skólann frá árinu 2013 og nú þegar fyrsti hópurinn er að ljúka fyrri hluta námsins er fróðlegt að heyra af reynslu nemenda.…

    Lesa meira →


  • Almannaþjónar og almannaleiðtogar

    Almannaþjónar og almannaleiðtogar

    Það er mikil gæfa fyrir samfélagið allt að njóta góðs af styrk og öryggi þjónandi leiðtoga á vettvangi almannavarna og lýðheilsu. Hver sem horfir á og hlustar sannfærist um öryggi þriggja manna almannavarnateymisins hér á landi sem daglega birtist á sjónvarpsskjám landsmanna. Ef rýnt er í áherslur þeirra, aðferðir og ásetning blasa við einkenni þjónandi…

    Lesa meira →


  • Þjónandi forysta: Að styðja aðra til að blómstra og að ná árangri.

    Þjónandi forysta: Að styðja aðra til að blómstra og að ná árangri.

    Þjónandi forysta snýst um valdeflingu og birtist í því að við: 1) höfum einlægan áhuga á öðrum 2) leggjum okkur fram við að læra og efla sjálfsþekkingu og sjálfsöryggi og 3) höfum skýra sýn á tilgang og stefnuna framundan. Árangurinn er metinn í ljósi þess hversu vel tekst að styðja aðra til að blómstra, verða…

    Lesa meira →



Leitaðu að fleiri greinum