Rannsóknir

Rannsóknir um þjónandi forystu hér á landi

Nokkrar rannsóknir um þjónandi forystu hafa verið framkvæmdar hér á landi. Rannsóknirnar eru unnar í samstarfi við Þekkingarsetur um þjónandi forystu og í samvinnu við Dr. Dirk van Dierendonck við Erasmusháskólann í Hollandi þar sem byggt er á SLS mælitækinu. Umsjón með rannsóknunum hér á landi og rétthafi íslensku útgáfu SLS mælitækisins er Dr. Sigrún Gunnarsdóttir. Undirbúningur rannsóknanna …

Rannsóknir um þjónandi forystu hér á landi Read More »

Birna Dröfn Birgisdóttir hlýtur rannsóknarstyrk bandarísku Greenleaf miðstöðvarinnar – Greenleaf Scholar

Birna Dröfn Birgisdóttir, doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík hlaut nýlega rannsóknarstyrkGreenleaf Center for Servant Leadership – Greenleaf Scholars. Doktorsrannsókn Birnu Drafnar er um þjónandi forystu og sköpun og byggir á rannsókn sem fram fór á bráðamóttökudeildum Landspítala. Í frétt á heimasíðu Greenleaf samtakanna um rannsóknarstyrkinn segir: ,,Birna is a PhD student in the business department …

Birna Dröfn Birgisdóttir hlýtur rannsóknarstyrk bandarísku Greenleaf miðstöðvarinnar – Greenleaf Scholar Read More »

Ný rannsóknargrein um þjónandi forystu í Háskóla Íslands.

Er þjónandi forysta ákjósanleg aðferði í háskóla? Ný rannsóknargrein um þjónandi forystu í Háskóla Íslands veitir áhugaverða innsýn í starfsumhverfi háskóla. Í útdrætti segir m.a. ,,Vægi þjónandi forystu í Háskóla Íslands reyndist nokkru lægra en meðal grunnskólakennara hér á landi (4,64) og á Sjúkrahúsinu á Akureyri (4,33) en jafnhátt og á bráðamóttökum Landspítala (4,19). Marktæk …

Ný rannsóknargrein um þjónandi forystu í Háskóla Íslands. Read More »

Vellíðan starfsmanna, heilbrigt starfsumhverfi og þjónandi forysta

Í þjónandi forystu er lögð sérstök áhersla á vellíðan starfsfólk og að starfsfólk njóti sín  í starfi. Þetta kemur fram í nýjum rannsóknum um þjónandi forystu (Sigrún Gunnarsdóttir og Birna Gerður Jónsdóttir, 2013) og kom einnig sérstaklega fram í því sem Robert K. Greenleaf sagði þegar í riti sínu The Servant as Leader árið 1970, að …

Vellíðan starfsmanna, heilbrigt starfsumhverfi og þjónandi forysta Read More »

„Að vera leiðtogi er að vera mannlegur“ – Erindi Steingerðar Kristjánsdóttur á Bifröst 31. október 2014

Á ráðstefnunni um þjónandi forystu á Bifröst 31. október nk mun Steingerður Kristjánsdóttir verkefnastjóri hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkur fjalla um rannsókn sína um viðhorf stjórnenda í frístundastarfi barna og unglinga til stjórnunar og forystu . Erindi sínu lýsir Steingerður svo: „Að vera leiðtogi er að vera mannlegur“ Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á viðhorf stjórnenda í …

„Að vera leiðtogi er að vera mannlegur“ – Erindi Steingerðar Kristjánsdóttur á Bifröst 31. október 2014 Read More »

Upplifun leiðbeinenda af starfsumhverfi sínu: „Maður bara gengur í verkin“ – Erindi Heiðu Bjargar Ingólfsdóttur á Bifröst 31. október 2014

Heiða Björg Ingólfsdóttir, leikskólakennari á Hulduheimum Akureyri mun fjalla um rannsókna sína um starfsumhverfi leiðbeinenda á leikskólum á ráðstefnunni um þjónandi forystu á Bifröst 31. október nk. Heiða Björg nefnir erindi sitt: Upplifun leiðbeinenda af starfsumhverfi sínu: „Maður bara gengur í verkin“ og lýsir því með þessum orðum: Rannsóknin fjallar um stöðu leiðbeinenda í leikskólum …

Upplifun leiðbeinenda af starfsumhverfi sínu: „Maður bara gengur í verkin“ – Erindi Heiðu Bjargar Ingólfsdóttur á Bifröst 31. október 2014 Read More »

Reynsla skólastjóra af vinnustaðakönnun Reykjavíkurborgar – Erindi Þórönnu Rósu Ólafsdóttur á Bifröst 31. október

Á ráðstefnunni um þjónandi forystu á Bifröst 31. október nk. mun Þóranna Rósa Ólafsdóttir, skólastýra við Varmárskóla Mosfellsbæ halda erindi sem hún nefnir ,,Reynsla skólastjóra af vinnustaðakönnun Reykjavíkurborgar”. Rannsóknina vann Þóranna til MA-gráðu í uppeldis- og kennslufræði með áherslu á leiðtoga, nýsköpun og stjórnun og lýsir henni í þessum orðum: Á Íslandi er krafa um framsækið …

Reynsla skólastjóra af vinnustaðakönnun Reykjavíkurborgar – Erindi Þórönnu Rósu Ólafsdóttur á Bifröst 31. október Read More »

Þjónandi forysta og sýn ungleiðtoga í æskulýðsstarfi
 – Erindi Auðar Pálsdóttur á ráðstefnunni á Bifröst 31. október 2014

Auður Pálsdóttir mun fjalla um rannsókn sína um þjónandi forystu og sýn ungleiðtoga í æskulýðsstarfi
 á ráðstefnunni um þjónandi forystu á Bifröst 31. október nk.  Yfirskrift ráðstefnnnar er Þjónandi forysta: Samskipti og samfélagsleg ábyrgð. Erindi Auðar er lýst með eftirfarandi orðum:  Þjónandi forysta er hugmyndafræði sem byggir á samfélagslegri ábyrgð. Í henni felst löngun fólks til að mæta …

Þjónandi forysta og sýn ungleiðtoga í æskulýðsstarfi
 – Erindi Auðar Pálsdóttur á ráðstefnunni á Bifröst 31. október 2014 Read More »

Fyrsta fræðilega líkanið um þjónandi forystu – Farling, Stone og Winston (1999)

Eftir að Larry C. Spears, þáverandi forstöðumaður Greenleaf-setursins í Bandaríkjunum, setti fram sín tíu einkenni þjónandi forystu (sjá færslu hér frá 22. júlí) leið ekki á löngu þar til háskólafólk tók að huga að fræðilegu líkani um þjónandi forystu. Á bak við það fyrsta voru rannsakendur við kristilega Regent-háskólann í Virginíu; Myra L. Farling, doktorsnemi, A. Gregory Stone …

Fyrsta fræðilega líkanið um þjónandi forystu – Farling, Stone og Winston (1999) Read More »

Tíu einkenni þjónandi leiðtoga samkvæmt Larry Spears

Robert K. Greenleaf skrifaði grundvallarrit sitt um þjónandi forystu, The Servant as Leader, árið 1970. Næstum þrír áratugir liðu þar til fyrstu tilraunir voru gerðar til að greina meginþætti hugmyndafræðinnar um þjónandi forystu eða lýsa helstu hegðunareinkennum þjónandi leiðtoga. Nú eru hugtakalistar og líkön um þjónandi forystu komin vel á annan tug og í því …

Tíu einkenni þjónandi leiðtoga samkvæmt Larry Spears Read More »