Hugmyndafræðin

Hugmyndir og tillögur þátttakenda á ráðstefnunni um þjónandi forystu á Bifröst 31. október 2014

Á ráðstefnunni um þjónandi forystu á Bifröst 31. október sl. skipuðu þátttakendur sér í hópa í hádegishléi og ræddu saman um hugmyndir sínar og tillögur í tengslum við tvær spurningar, þ.e. 1) um samfélagsleg ábyrgð og hvernig mætti nýta þjónandi forystu til að efla samfélagslega ábyrgð og 2) hvernig getur almenningur hjálpað valdhöfum að vera […]

Hugmyndir og tillögur þátttakenda á ráðstefnunni um þjónandi forystu á Bifröst 31. október 2014 Read More »

Þjónandi leiðtogi: Þræll eða þrælgóður leiðtogi? – Erindi Sigurðar Ragnarssonar á Bifröst 31. október

Sigurður Ragnarsson, sviðsstjóri viðskiptasviðs Háskólans á Bifröst mun beina sjónum að forystuþættinum hjá þjónandi leiðtoga í erindi sínu á ráðstefnunni um þjónandi forystu á Bifröst 31. október nk. Sigurður nefnir erindið Þjónandi leiðtogi: Þræll eða þrælgóður leiðtogi?  Í stuttu máli er erindinu lýst svo: Þjónandi forysta er samsett úr tveimur þáttum, þ.e. að þjóna og leiða.

Þjónandi leiðtogi: Þræll eða þrælgóður leiðtogi? – Erindi Sigurðar Ragnarssonar á Bifröst 31. október Read More »

Leiðtoginn er sá sem nær hópnum saman og er þjónn hópsins – Myndband með Óttarri Proppé

Hvaða hlutverk hafa kjörnir fulltrúar þjóðar? Eru þeir valdhafar eða þjónar? Hér er slóð á myndband þar sem Óttarr Proppé alþingismaður lýsir sýn sinni á leiðtogann þar sem hann segir m.a. að ,,leiðtoginn er sá sem nær hópnum saman og er þjónn hópsins”.

Leiðtoginn er sá sem nær hópnum saman og er þjónn hópsins – Myndband með Óttarri Proppé Read More »

Fuglarnir (Þjónandi forysta branding)

Hinn þjónandi leiðtogi sem ráðsmaður

Í Servant as Leader (1970) kemur fram að Greenleaf setur hugmyndir sínar um forystu á blað á nokkuð ólíkum forsendum en aðrir höfundar á sviði forystufræða. Greenleaf tekur skýrt fram að hann bjóði hugmyndir sínar fram sem leið til að bæta samfélagið. Greenleaf segir stofnanir samfélagsins ítrekað bregðast væntingum fólks og hann leit þannig á

Hinn þjónandi leiðtogi sem ráðsmaður Read More »

Fuglarnir (Þjónandi forysta branding)

Þjónandi forysta, traust og átök (servant leadership, trust & conflict)

Sannfæring sem samskiptaaðferð felur ekki í sér að allir skuli alltaf vera sammála og að átök komi aldrei upp. Athyglisvert dæmi er að finna hjá bandaríska lággjaldaflugfélaginu Southwest Airlines sem lengi hefur verið horft til sem dæmi um þjónandi forystu í framkvæmd. Meðal slagorða í starfsmannastefnu félagsins er „Traust og átök!“ (e. Trust and conflict!)

Þjónandi forysta, traust og átök (servant leadership, trust & conflict) Read More »

„Þvingun“ í samskiptum á vinnustöðum

Með orðinu „þvingun“ átti Robert Greenleaf fyrst og fremst við það að koma sínu til leiðar í krafti stöðu sinnar eða annars fyrirkomulags og reglna sem fólk neyddist til að beygja sig undir. Þar á meðal geta verið skipurit og stigveldi og afstaða undirmanna og yfirmanna til hvers annars í slíku kerfi. Starfsmaður gerir eins

„Þvingun“ í samskiptum á vinnustöðum Read More »

Hafa þjónandi leiðtogar raunverulega áhrif?

Sú hugsun er lífseig að styrkur leiðtogans felist í getu hans til að fá starfsfólk til að gera það sem hann vill. Í besta falli sjáum við fyrir okkur snjalla leiðtoga sem finna hárréttu orðin og flytja eldræður sem kveikja eldmóð í brjósti starfsfólks svo það einhendir sér í verkefnin af krafti. Oftar en ekki

Hafa þjónandi leiðtogar raunverulega áhrif? Read More »

„Sannfæring“ sem samskiptaaðferð

Samskipti á vinnustað voru Robert Greenleaf hugleikin. Greenleaf hafði ímugust á hvers kyns þvingun eða blekkingum. Leiðtoginn skyldi vera heiðarlegur og einlægur og gæta þess að byggja ekki orðræðu sína og framkomu á stöðu sinni sem yfirmaður. Greenleaf dró þó ekkert úr mikilvægi þess að leiðtoginn kæmi sínu til leiðar. Áhrif væru það sem gerði

„Sannfæring“ sem samskiptaaðferð Read More »

The Servant Leader (2001) eftir James A. Autry

Fimm hættir hins þjónandi leiðtoga skv. James A. Autry

James A. Autry er sérfræðingur á sviði forystu og rekstrar og hefur á löngum starfsferli unnið sem ráðgjafi, þjálfari og fyrirlesari auk þess að fást við  tímaritaútgáfu en hann var m.a.  forstjóri tímaritahluta Meredith-samsteypunnar og ritstjóri Better Homes and Gardens. Hann hefur gefið út fjölda bóka, þ. á m. Love and Profit: The Art of Caring Leadership (1992)

Fimm hættir hins þjónandi leiðtoga skv. James A. Autry Read More »

Ann McGee-Cooper og Robert K. Greenleaf

Þrír hornsteinar ábyrgðarskyldu: Sameiginleg forysta, sameiginleg sýn og uppbyggileg afstaða til breytinga. Ann McGee og Duane Trammell (2009)

Sumir fræðimenn hafa litið svo á að ábyrgðarskylda (e. accountability) sé meðal megineinkenna þjónandi forystu (Sipe og frick, 2009; van Dierendonck og Nuijten, 2011). Í mjög athyglisverðri grein eftir Ann McGee-Cooper og Duane Trammell (2009) útskýra þau hvað ábyrgðarskylda merkir og hver vegna hún er svo mikilvæg fyrir þjónandi forystu. Segja má að ábyrgðarskylda sé

Þrír hornsteinar ábyrgðarskyldu: Sameiginleg forysta, sameiginleg sýn og uppbyggileg afstaða til breytinga. Ann McGee og Duane Trammell (2009) Read More »