Hlustun

Forvarnir kulnunar í starfi og heilsueflandi þjónandi forysta

Vanlíðan í starfi er vaxandi vandi á vinnustöðum og mikilvægt er að leiðtogar og starfsmenn séu meðvitaðir um og beini sjónum að heilbrigðu starfsumhverfi og viðurkenndum áhrifaþáttum á vinnustað sem geta eflt vellíðan og dregið úr líkum á kulnun í starfi. Þekking okkar um heilbrigt starfsumhverfi byggist á rannsóknum ýmissa frumkvöðla sem vörpuðu ljósi á …

Forvarnir kulnunar í starfi og heilsueflandi þjónandi forysta Read More »

Þjónn fólksins

Volodymyr Zelensky forseti Ukraínu hefur stigið fram sem áhrifamikill leiðtogi sem hefur sameinað þjóð sína og uppörvað hana á örlagaríkum tímum innrásar í landið. Zelenskyy hefur ekki síst vakið athygli fyrir að koma fram sem jafningi fólksins og hefur bókstaflega stigið fram sem leiðtogi sem er fremstur meðal jafningja. Framganga Zelensky á tímum innrásarinnar í …

Þjónn fólksins Read More »

Þjónn verður leiðtogi – Grunnrit um þjónandi forystu

Árið 2018 kom út íslensk þýðing fyrsta rits Robert K. Greenleaf um þjónandi forystu: Þjónn verður leiðtogi.  Ritið var fyrst gefið út árið 1970 og hefur verið þýtt á fjölda tungumála. Í ritinu fjallar Greenleaf um meginþætti hugmyndar sinnar um þjónandi forystu meðal annars um hlutverk leiðtogans að setja markmið sem vísar til þess að …

Þjónn verður leiðtogi – Grunnrit um þjónandi forystu Read More »

Almannaþjónar og almannaleiðtogar

Það er mikil gæfa fyrir samfélagið allt að njóta góðs af styrk og öryggi þjónandi leiðtoga á vettvangi almannavarna og lýðheilsu. Hver sem horfir á og hlustar sannfærist um öryggi þriggja manna almannavarnateymisins hér á landi sem daglega birtist á sjónvarpsskjám landsmanna. Ef rýnt er í áherslur þeirra, aðferðir og ásetning blasa við einkenni þjónandi …

Almannaþjónar og almannaleiðtogar Read More »

Þjónandi forysta: Að styðja aðra til að blómstra og að ná árangri.

Þjónandi forysta snýst um valdeflingu og birtist í því að við: 1) höfum einlægan áhuga á öðrum 2) leggjum okkur fram við að læra og efla sjálfsþekkingu og sjálfsöryggi og 3) höfum skýra sýn á tilgang og stefnuna framundan. Árangurinn er metinn í ljósi þess hversu vel tekst að styðja aðra til að blómstra, verða …

Þjónandi forysta: Að styðja aðra til að blómstra og að ná árangri. Read More »

Ástríkur agi er þjónandi forysta

Grunnstef þjónandi forystu eru tvö; að vera þjónn og að vera leiðtogi, í sama augnablikinu. Margir hafa bent á tengsl þjónandi forystu og góðra uppeldisaðferða og meðal þeirra sem hafa bent á þessi tengsl er Simon Sinek, sjá til dæmis hér. Eitt af því sem tengist góðri forystu og árangursríku uppeldi er jafnvægislistinn í sambandi …

Ástríkur agi er þjónandi forysta Read More »

Þjónandi forysta á öldrunarheimili og tengslin við líðan starfsfólks

Rannsóknina vann Anna Rut Ingavdóttir sem lokaverkefni til meistaraprófs í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands. Rannsóknin var unnin í samstarfi við mannauðsskrifstofu Akureyrarbæjar og leiðbeinandi var Dr. Sigrún Gunnarsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og Viðskiptafræðideild Háskólans á Bifröst.

Markmið og draumar. Þjónn verður leiðtogi. Ný íslensk þýðing fyrsta rits Greenleaf

Nýverið kom út íslensk þýðing fyrsta rits Robert K. Greenleaf um þjónandi forystu: Þjónn verður leiðtogi.  Ritið var fyrst gefið út árið 1970 og hefur verið þýtt á fjölda tungumála. Í ritinu fjallar Greenleaf um meginþætti hugmyndar sinnar um þjónandi forystu meðal annars um hlutverk leiðtogans að setja markmið sem vísar til þess að hafa …

Markmið og draumar. Þjónn verður leiðtogi. Ný íslensk þýðing fyrsta rits Greenleaf Read More »