einlægur áhugi

Þjónandi forysta hjá Félagsþjónustunni í Árborg

Félagsþjónustuna í Árborg og Þekkingarsetur um þjónandi forystu hafa undanfarin misseri verið í samstarfi um fræðslu og innleiðingu á þjónandi forystu. Markmiðið er að styðja starfsmenn við að kynna sér hugmyndafræði þjónandi forystu og að nýta hana í starfi. Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, félagsmálastjóri lýsir verkefninu með þessum orðum: Félagsþjónustan í Árborg heillaðist af hugmyndafræði Þjónandi forystu og ákvað í […]

Þjónandi forysta hjá Félagsþjónustunni í Árborg Read More »

Lækur og gróður

Þrjár meginstoðir þjónandi forystu samkvæmt hugmyndum Robert Greenleaf

Þrjár meginstoðir þjónandi forystu Þjónandi forysta byggir á grunngildum lýðræðissamfélags og er dýrmætur grunnur að árangursríku skipulagi, stjórnun og samskiptum á vinnustöðum og félögum. Þjónandi leiðtogar kunna jafnvægislist umhyggju, aga, sveigjanleika og reglufestu. Hugmyndum Robert K. Greenleaf um þjónandi forystu má lýsa á grunni þriggja meginstoða sem eru innbyrðis tengdar og móta viðhorf, aðferðir og

Þrjár meginstoðir þjónandi forystu samkvæmt hugmyndum Robert Greenleaf Read More »

Þriggja þátta líkan um þjónandi forystu (servant leadership) byggt á hugmyndum Robert K. Greenleaf

Sigrún Gunnarsdóttir hefur sett fram þriggja þátta líka um þjónandi forystu sem byggir á hugmyndum Robert K. Greenleaf. Líkanið var fyrst birt í Tímaritinu Glíman árið 2011. Þættirnir þrír eru einlægur áhugi á hugmyndum og hagsmunum annarra, innri styrkur og framtíðarsýn. Líkan Sigrúnar er byggt á ýmsum ritum Greenleafs, en einkum The Servant as Leader

Þriggja þátta líkan um þjónandi forystu (servant leadership) byggt á hugmyndum Robert K. Greenleaf Read More »

Samskipti og áhrif samkvæmt Greenleaf: Sannfæring sem heiðarlegt samtal á jafningjagrundvelli

Í umfjöllun sinni um þjónandi forystu verður Robert K. Greenleaf tíðrætt um mannleg samskipti. Í grundvallarritum sínum um þjónandi forystu, The Servant as Leader (1970), en þó helst í The Institution as Servant (1972), fjallar hann meðal annars um sannfæringu sem samskiptaaðferð leiðtoga og aðferð til að hafa áhrif. Þvingun og klækir ámælisverðar samskiptaaðferðir  Til samanburðar nefndi Greenleaf

Samskipti og áhrif samkvæmt Greenleaf: Sannfæring sem heiðarlegt samtal á jafningjagrundvelli Read More »

Auðmýkt til árangurs – hinn hljóðláti eiginleiki farsællar forystu

Auðmýkt leiðtogans er meðal lykilþátta þjónandi forystu (Dennis og Bocarnea, 2005; Wong og Davey, 2007; van Dierendonck og Nuijten, 2011). Óvíst er að margir setji auðmýkt í samhengi við áhrifaríka forystu enda hefur hugtakið margþætta merkingu og kallar því ekki alltaf upp í hugann aðdáunarverða eiginleika. Þannig merkir lýsingarorðið auðmjúkur „hlýðinn“ eða „eftirlátur“ skv. orðabók

Auðmýkt til árangurs – hinn hljóðláti eiginleiki farsællar forystu Read More »