Útgáfugleði nýju bókarinnar: ,,Þjónn verður leiðtogi” í Bóksölu stúdenta 8. ágúst kl. 16:30

Þekkingarsetur um þjónandi forystu, Iðnú og Bóksala stúdenta fagna útgáfu íslensku þýðingarinnar á fyrsta riti Robert K. Greenleaf um þjónandi forystu: Þjónn verður leiðtogi (á ensku: Servant as leader).

Útgáfugleðin verður haldin í Bóksölu stúdenta á Háskólatorgi Háskóla Íslands við Suðurgötu miðvikudaginn 8. ágúst 2018 kl. 16:30 til 18.

Bókin verður til sölu á sérstöku tilboðsverði og boðið upp á léttar veitingar.

  • Óttarr Proppé bóksölustjóri býður gesti velkomna.
  • Robert Jack, þýðandi bókarinnar, fjallar í nokkrum orðum um þjónandi forystu og bókina.
  • Sigrún Gunnarsdóttir, formaður Þekkingarseturs um þjónandi forystu, talar í stuttu máli um gildi bókarinnar fyrir þjónandi forystu hér á landi.
  • Heiðar Ingi Svansson, framkvæmdastjóri Iðnú, segir frá útgáfu bókarinnar.

Nánar um viðburðinn hér.

Nánari upplýsingar um nýju bókina hér. 

Nánar um þýðinguna hér.