Valdalíkan eða þjónustulíkan: þjónandi leiðtogi er fremstur meðal jafningja. Hugmyndir Robert Greenleaf um skipulagsheildir

Að safna valdi á fárra hendur eða að skapa völd margra? Robert Greenleaf hélt því fram að það væru tvær leiðir til að stjórna fyrirtækjum, félögum og stofnunum. Um væri að ræða tvö líkön, þ.e. valdalíkan og þjónustulíkan.

Valdalíkanið er hin hefðbundna aðferð þar sem einn trónir eftstur á píramída og þar fyrir neðan eru undirmenn sem taka við fyrirmælum þess sem efst situr. Í valdalíkaninu koma hugmyndirnar frá fáum, fáir bera ábyrgð og fáir taka forystu. Samskiptin fara einna helst eftir formlegum boðleiðum og lítil áhersla á sveigjanleika. Áherlsa er á skammtímamarkmið.

Í þjónustulíkani myndar teymi forystu og leiðtoginn er fremstur meðal jafningja (first among equals). Greenleaf talar um að leiðtoginn sé formaður (foreman). Teymið skapar hugmyndir, deilir valdi, ábyrgð og forystu. Samskiptin eru bæði formleg og óformleg og ýta undir sköpun og nýjar lausnir. Áhersla er á langtímamarkmið. Um leið og valdi er dreift er ljóst hverju sinni hver er fremstur meðal jafningja sem tekur úrslitaákvarðanir þegar mikið liggur við.

Hugmyndum Greenleaf um þjónustulíkanið hefur vaxið fiskur um hrygg og birtast til dæmis í hugmyndum um skipulag sem kennt er við ,,holacracy” þar sem áhersla er á hópa sem eru sjálfstæðir og er falin ábyrgð á verkefnum, skipulagi, stjórnun og forystu. Frægust er tilraun Zappos um innleiðingu þessara hugmyndir. Hugmyndin um holacracy er nátengd hugmyndinni um reinventing organization. Þekktasta dæmið frá Buurtzorg í Hollandi sem hefur náð afburðagóðum árangri í heilbrigðisþjónustu með því að fela starfsfólkinu sjálfstæði, sjálfræði og ábyrgð á verkefnum sínum. Hér á landi hefur til dæmis hugbúnaðarfyrirtækið Kolibri starfað eftir svipuðum hugmyndum og m.a. innleitt aðferðir holacracy sem hafa reynst þeim vel.

Um leið og valdi er deilt og ábyrgð er sameiginleg er verklag skýrt og verkferlar allir ljósir þar sem ábyrgð á hverjum þætti liggur fyrir. Margt bendir til þess að þessar nýju áherslur í skipulagi, hugmyndafræði þjónandi forystu, breytingastjórnun og straumlínustjórnun (lean management) fari sérstaklega vel saman og séu vænlegar aðferðir til árangurs.

Robert Greenleaf setti fyrst fram hugmyndir sínar um þjónandi forystu árið 1970 og lýsti þar hversu árangursrík það væri fyrir fyrirtæki og hópa þegar leiðtoginn er í senn leiðtogi og þjónn, skapaði stöðugt jafnvægi á milli þessara tveggja hlutverka. Síðustu árin hefur áhugi á hugmyndum hans aukist verulega og fjöldi bóka, greina og rannsókna um þjónandi forystu vaxið og sömuleiðis áhuginn á hugmyndafræðinni á vettvangi atvinnulífsins. Hérlendis hefur áhugi á þjónandi forystu aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Æ fleiri fyrirtæki, félög og stofnanir sýna hugmyndafræðinni áhuga og vinna að því að hagnýta hana í skipulagi, samskiptum, stjórnun og forystu.

Á ráðstefnunni á Bifröst 25. september 2015 fjallaði Einar Svansson, lektor við Háskólann á Bifröst um skipulagsheildir í ljósi þjónandi forystu og byggir umfjöllunina meðal annars á reynslu fyrirtækja sem hafa innleitt holacracy og reinventing organizations. Hér er upptaka af erindi Einars:

Byggt á Robert Greenleaf (1972): The Institution as Servant og Kent M Keith (2008): The Case for Servant Leaderhip

Bifrost - stór

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sjötta ráðstefnan um þjónandi forystu á Háskólanum á Bifröst föstudaginn 25. september 2015 kl. 10 – 15:30. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Þjónandi forysta og brautryðjendur. Á ráðstefnunni munu fyrirlesarar og þátttakendur leita svara við spurningunni: ,,Hvernig getur þjónandi forysta verið drifkraftur brautryðjandans?”.

Snemmskráning fyrir 15. ágúst 2015: Þáttökugjald kr. 19.900. Skráning frá og með 15. ágúst 2015: Þátttökugjald kr. 24.900

Drucker Servant

 

 

 

 

 

 

 

thjonandi-forysta-logo

 

 

 

 

 

 

Grotta fjara 2