Þjónandi forysta í umhverfi löggæslunnar Erindi Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur á Bifröst 31. október 2014

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri mun fjalla um þjónandi forystu í umhverfi löggæslunnar á ráðstefnunni um þjónand forystu á ráðstefnunni á Bifröst 31. október nk. Umræðuefni sínu lýsir Sigríður Björk með þessum orðum:

Í erindinu verður fjallað um reynslu lögreglunnar á Suðurnesjum af þjónandi forystu til að efla og þróa starfið. Reynslan sýndi meðal annars hversu mikilvægt það var að fá rétta fólkið um borð í vagninn og síðan að vinna með styrkleika hvers og eins. Einnig kom skýrt í ljós að árangursríkt var að nýta reynsluna markvisst, að skapa sýn fyrir starfið sem var sameiginleg og að finna rétta hraðann sem hentaði hópnum. Reynsla okkar sýndi að enn meiri árangur náðist af verkefnunum eftir að ákveðið var að nýta straumlínustjórnun sem verkfæri við skipulag og stýringu verkefna enda fellur sú aðferð vel að grundvallarhugmyndum þjónandi forystu, þ.e. að hafa skýra sýn á tilgang verkefnanna og að hver og einn einstaklingur njóti sín í samstilltu teymi. Uppskeran af þessari vinnu kom víða fram og sýndi þann árangur sem starfsmannahópurinn nær með þjónandi forystu og straumlínustjórnun sem verkfæri í þeirri vinnu.

Sigridur
Sigríður Björk Guðjónsdóttir

Ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 31. október nk. Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðu Þekkingarseturs um þjónandi forystu.

Aiglýsing final