Námskeið á Akureyri 9. og 10. apríl 2014 í samvinnu við Símenntun

Dagana 9. og 10. apríl nk. verður haldið stutt námskeið um hugmyndafræði og hagnýtingu þjónandi forystu. Námskeiðið er á vegum Símenntunar Háskólans á Akureyri í samvinnu við Þekkingarsetur um þjónandi forystu.

Námskeiðið höfðar til fólks í ýmsum verkefnum eins og til þeirra sem gegna stjórnunar- og forystustörfum og einnig til þeirra sem ekki gegna slíkum störfum formlega.

Fjallað verður um hugmyndafræði þjónandi forystu og hagnýtingu hennar í fyrirtækjum og hjá stofnunum. Sagt verður frá Robert Greenleaf sem er upphafsmaður þjónandi forystu í samtíma. Einnig verður sagt frá nálgun annarra höfunda á hugmyndafræði þjónandi foryst. Meðal annars verður fjallað um samskipti og vald; auðmýkt og hugrekki; samfélagslega ábyrgð og þjónustu.

Rætt verður um fyrirmyndir þjónandi forystu og sagt frá árangri sem fylgir hugmyndafræði þjónandi forystu. Kynntar verða rannsóknir sem gerðar hafa verið erlendis og hérlendis, til dæmis hjá stofnunum á Norðurlandi.

Sérstök áhersla er á samtal og virka þátttöku nemenda.

Umsjónarkennarar: Dr. Sigrún Gunnarsdóttir, Þekkingarsetri um þjónandi forystu, dósent við HÍ. Auk hennar kenna þær Hildur Haraldsdóttir, MEd, Hulda Rafnsdóttir, MSc.og Þóra Hjörleifsdóttir, MEd sem allar hafa lokið rannsóknum um þjónandi forystu á vettvangi stofnana og vinnustaða á Norðurlandi.

Tími: Mið. 9. apríl kl. 16:30-18:30 og fim. 10. apríl kl.17:30-19:30.
Verð: 16.900 kr.
Staður: stofa M201 Sólborg HA

Skráning: http://www.simenntunha.is/is/skraning/skraningarform

Í fjarkennslu ef óskað er og amk. þrír á fjarenda.

Gul-Lauf

Servant-As-Leader