Þjónandi forysta í skólum á ráðstefnunni 14. júní 2013

Hvernig nýtist þjónandi forysta í skólum?

Þóra Hjörleifsdóttir deildarstjóri við Síðuskóla Akureyri lýsir á ráðstefnunni 14. júní nk. hvernig þjónandi forysta kemur fram sem forystustíll skólastjóra á Norðurlandi eystra.  Þóra fjalla um rannsókn sína sem byggir viðhorfum starfsfólks skólanna:

  • Helstu niðurstöður voru að vel má greina þjónandi forystu í stjórnun skólastjóra og koma þættirnir ráðsmennska og ábyrgð sterkast fram. Skólastjórar mega hins vegar sýna meira hugrekki að mati þátttakenda. Starfsánægja mældist mjög mikil meðal þátttakenda eða 95% og sterk, marktæk tengsl komu fram á milli þjónandi forystu stjórnenda og starfsánægju starfsfólks. Allir undirþættir þjónandi forystu sýndu marktæka fylgni við starfsánægju nema þátturinn hugrekki. Út frá niðurstöðum rannsóknarinnar má álykta að stjórnun skólastjóra á Norðurlandi eystra beri sterk einkenni þjónandi forystustíls sem stuðlar að vellíðan og árangri allra í skólasamfélaginu.

Thora-H

Þóra Hjörleifsdóttir hefur starfað sem íslensku- og dönskukennari á unglingastigi í Reykjavík og á Akureyri í rúm tuttugu ár. Hún hefur starfað sem skólastjóri og aðstoðarskólastjóri Hlíðarskóla á Akureyri og er nú deildarstjóri við Síðuskóla Akureyri.

Ráðstefna 14. júní nk. um nýjar leiðir til að ná árangri með samstöðu og trausti. Þátttökugjald er kr. 20.000. Skráning og nánari upplýsingar eru hér.

Á ráðstefnunni mun Dr. Carolyn Crippen einnig fjalla um skóla og þjónandi forystu. Dr. Crippen er dósent við University of Victoria, British Columbia, Canada og hefur sérhæft sig í rannsóknum um stjórnun og forystu, einkum þjónandi forystu í skólum:

  • Her research and experiences validates the importance of aspiring servant-leaders to know themselves first, through ongoing and consistent self-reflection;  second, by listening to feedback and engaging in conversation with colleagues; and finally, by investing in others through the development of relationships. It is important that we treat all people as valuable, capable, and responsible. Servant-leaders know the stabilizing effects of integrity, humility, and trust in organizations.  By putting the needs of others first, while supporting diversity and creating a sense of belonging, organizations are able to negotiate conflicts and build strong collaborative teams. Together, we shall use the Seven Pillars of Servant Leadership (Sipe & Frick, 2009) to frame an action plan for the implementation of the servant leadership philosophy into our lives and organizations. These working pillars are weight-bearing units that can be seen, touched and measured.  Without pillars, the superstructure (servant leadership) would collapse (p. 7).

Dr. Carolyn Crippen

 

 

 

 

 

Þjónandi forysta – menntun, sköpun og samfélag í Listsafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu 14. júní 2013.

Þátttökugjald er kr. 20.000. Skráning og nánari upplýsingar eru hér.

Dagskra-Med-Fyrirlesurum-Nytt-Nytt