Tómas Guðbjartsson

Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir: Lyfta nemum upp. Vera aðgengilegur án þess að vera of áberandi.

Hvernig fer hjarta- og lungnaskurðlæknirinn að því að lyfta læknanemum upp svo að þeir hafi áhuga og nái árangri fyrir sjúklingana? Á ráðstefnuninni 14. júní nk. talar Tómas Guðbjartsson hjarta- og lungnaskurðlæknir og prófessor um það hvernig hann notar hvatningu og dreifða ábyrgð til að ná árangri í kennslu, rannsóknum og meðferð sjúklinga:

  • ,,Sú þekking sem rannsóknir skapa stuðlar að auknum áhuga og betri þjónustu, sem nýtist í meðferð sjúklinga. Rannsóknir við skurðdeildina eru oftast ólaunaðar, unnar á kvöldin og um helgar samhliða erilsömu starfi. Því er mikilvægt að leiðbeinandi sé hvetjandi og að nemunum sé veitt ábyrgð í takt við getu og reynslu. Þetta er meðal annars gert með því að setja þau sem fyrstu höfunda á vísindagreinar sem þau skrifa og gefa þeim kost á að kynna niðurstöður sínar á þingum hér heima og erlendis. Gott samstarf innan rannsóknarhópsins er einnig lykilatriði og leiðbeinandinn verður að vera aðgengilegur án þess að vera of áberandi. Með þessu móti er nemunum “lyft upp” og þeir öðlast dýrmæta reynslu sem mun nýtast þeim í starfi síðar meir.“

Tómas Guðbjartsson 110165-3829

Í störfum sínum sem yfirlæknir, prófessor og hjarta- og lungnaskurðlæknir hefur Tómas Guðbjartsson leitt saman öflugt teymi til að ná mjög góðum árangri við meðferð sjúklinga og við sköpun nýrrar þekkingar með rannsóknum. Á ráðstefnunni 14. júní nk. lýsir Tómas því hvernig hann notar hvatningu til að efla nemendur og veitir nemendum ábyrgð til þess að þeir fái áhuga, njóti sín og nái þannig árangri fyrir sjúklingana.

Ráðstefna 14. júní nk. um nýjar leiðir til að ná árangri með samstöðu og trausti.  – Þjónandi forysta – menntun, sköpun og samfélag í Listsafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu 14. júní 2013.

Þátttökugjald er kr. 20.000. Skráning og nánari upplýsingar eru hér.