Jón Gnarr

Jón Gnarr: Kjötiðnaðarmaður, leigubílstjóri, leikari, borgarstjóri.

Jón Gnarr, borgarstjórinn í Reykjavík er einn þeirra sem mun fjalla um þjónandi forystu í störfum sínum á ráðstefnunni 14. júní nk:

,,Það skiptir í rauninni engu máli hvort ég er kjötiðnaðarmaður, leigubílstjóri, leikari eða borgarstjóri. Ég er taóisti og fylgi þeirri heimspeki í daglegu lífi og starfi. Ég launa gott með góðu og illt launa ég líka með góðu því þannig dafnar hið góða. Ég treysti fólki og ég treysti líka þeim sem vantreysta mér því þannig eflist traustið. Í Bókinni um veginn segir: „Að stjórna stóru ríki er líkt og að sjóða marga litla fiska.“ Í starfi borgarstjóra finnst mér mikilvægt að hræra ekki of mikið í pottinum því þá fara allir litlu fiskarnir í mauk.”

Jón Gnarr

Spennandi dagskrá ráðstefnu um nýjar leiðir til samtöðu og árangurs í ljósi þjónandi forystu. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, 14. júní 2013. Skráning er hér.